14 June 2011

Að kenna krökkunum styrktarþjálfun - er nauðsyn!

Sæl öll J
Gaman að sjá hvað margir lásu Ofþjálfunar bloggið, þetta var erfitt en mikilvægt tímabil á mínum ferli ... og vona ég svo sannarlega að aðrir læri eitthvað af þessu – vil ekki sjá neinn lenda í þessu veseni.
Ég er með leik á facebook síðunni minni Siljaulfars.is, en ef þú like-ar síðuna, deilir og kvittar á hana þá gætirðu unnið fría fjarþjálfun í mánuð, en ég dreg á morgun (miðvikudaginn 15. Júní). Endilega taktu þátt J
Einnig erum við Margrét Lára með sama leik á facebook síðunni okkar, like á Afreksskólann, deildu, og kvittaðu og þú gætir unnið pláss fyrir 1 í Afreksskólann – en við drögum 17. Júní J

--- 

Við Margrét Lára erum að fara af stað með Afreksskólann okkar næsta mánudag, og erum hund spenntar fyrir þessu. Hugmyndin af skólanum okkar kom þegar við vorum að ræða hvað það eru nú margir þættir sem koma að því að verða góður í þinni grein, og oft er ekki hægt að sinna öllum þessum þáttum í gegnum félögin, þar sem þjálfarinn fær kannski ekki þann tíma sem hann vill með unglingunum og notar því tímann bara í fótbolta (eða þá íþróttagrein sem við á), eða þjálfarinn hefur bara ekki þekkingu á öðrum þáttum sem þarf. Því ákváðum við að prófa að prófa að keyra af stað með Afreksskólann, þar sem krakkarnir geta lært góða knattspyrnu tækni, ásamt því að læra um hraða, snerpu, styrktarþjálfun og líkamsstjórnun. Við ákváðum að hafa fleiri æfingar yfir daginn, og einbeita okkur þá frekar að einstaklingunum, að hafa ekki marga saman í hóp, þannig getur hver og einn fengið persónulega leiðsögn, þannig læra íþróttamennirnir best.  Þú getur kynnt þér Afreksskólann betur hér!
---
Ég hef oft pælt í því hvernig þjálfun fer fram hjá íþróttafélögunum, þá sérstaklega fótbolta og handboltaþjálfun, því þá þjálfun hef ég umgengist mest, mér finnst vanta ýmislegt upp á til að hægt sé að ná sem mestu úr hópunum, það er ungu íþróttamönnunum.  Ég sé að það vantar þónokkuð upp á heildar þjálfunar pakkann, jú krakkarnir læra allt um handboltann og fótboltann, en eiga þau bara sjálf að sjá um líkamann, og næringuna? Er þetta ekki svoldið stórt atriði til að bara gleyma eða setja til hliðar?
Þú getur verið með einhvern sem er hrikalega efnilegur í barna og unglinga flokkunum, en svo kemur að því að líkaminn tekur kipp og stækkar hratt, eða þú ferð upp um flokk og álagið eykst, og viti menn þá meiðast ansi margir. Af hverju er það? Ég er enginn fræðimaður en ég myndi giska á að ef góð líkamsþjálfun fylgdi fótbolta-/handbolta prógramminu þá myndum við sjá færri meiðsli.
Vandamálið er samt einnig að það er ekki bara nóg að segja krökkunum að gera hlutina og láta þau læra hvert af öðru, því ef einn þykist kunna æfinguna en gerir hana vitlaust – þá læra allir hana vitlaust af honum. Þjálfarar þurfa að kenna íþróttafólkinu æfingarnar, og leiðrétta þær reglulega, svona byggjum við upp afreksmenn framtíðarinnar.
Ég hef verið að þjálfa mikið af íþróttamönnum, á öllum aldri, frá 11 ára og upp úr, og er alltaf jafn hissa þegar ég sé að fólk kann bara ekki einföldustu hluti, mér finnst þetta vera ábyrgð íþróttaþjálfarans að kenna þessa hluti, en vandamálið er oft að þjálfarinn kann bara ekki að kenna þessa hluti, eða kann þá ekki sjálfur. Þá er oft gott að fá aðra þjálfara til að hjálpa sér, þú getur ekki þóst vita allt. Mér finnst að öll íþróttafélög ættu að hafa styrktarþjálfara sem sér um þessa hluti hjá félögunum, þó það væri ekki nema taka þjálfarana á æfingu og kenna þeim þessa einföldu hluti sem ekki allir kunna.
Ég er einmitt að þjálfa hóp af strákum núna í kringum þrítugt, og þetta eru allt strákar úr fótboltanum eða körfuboltanum. Flestir hafa nú lagt skónna á hylluna, en þeir vildu gera eitthvað öðruvísi en bara lyfta lóðunum í Sporthúsinu og hittumst við því út á hlaupabraut 2x í viku og þeir æfa eins og íþróttamenn. Annan daginn vinnum við meira í hlaupa þrekhring, og hinn sprettum og sprengikrafts æfingum. Ég hef rosalega gaman af þessum æfingum því þeir eru tilbúnir að læra og leggja á sig ýmislegt. Um daginn þá byrja þeir að tala um hvað þeir eru að læra og hvað þetta hefði gagnast þeim ef þeir hefðu lært þessa hluti fyrr, lært að hlaupa rétt og hratt, læra grunnæfingarnar og skilja hvernig á að stjórna líkamanum betur.
Einnig sé ég þá og aðra gera einföldustu æfingar vitlaust, mér finnst til dæmis að allir íþróttamenn eigi að kunna ákveðin atriði við 15 ára aldur og það eru meðal annars – framstig, hnébeygja, hliðarstig, afturstig, uppstig, góðar kviðæfingar (skilja hvenær þær virka), armbeygjur, bakæfingar og upphýfingar, svo ekki sé talað um að hoppin – það er að lenda rétt – það skiptir miklu máli. Mín skoðun er að íþrótta þjálfararnir eigi  að kenna íþróttamönnunum þetta í gegnum barna- og unglinga starfið.
Kannski er einmitt spurning um að það þurfi að gera svona „námsskrá“ fyrir líkamsþjálfun innan íþróttagreinanna, skilst að sum félög séu með svoleiðis varðandi bolta íþróttina.
Íþróttafélögin verða að passa sig að gleyma ekki að hugsa um líkamann á iðkendum, þú vilt halda iðkendum meiðslafríjum og sterkum, því er góð og skynsöm styrktarþjálfun frábær með, það græða allir á því!

Krakkarnir geta lært þessi atriði í Afreksskóla Margrétar Láru og Silju Úlfars!

No comments:

Post a Comment