23 June 2011

Þrítugur = Skítugur...

Ég á afmæli í dag... ég á STÓR afmæli í dag. .. ég er að skipta um tug... og er í SMÁ paniki yfir því! Finnst ég eiga að vera eitthvað fullorðnari en ég er ... Jú ég verð tveggja barna móðir á árinu, jú ég á 10 ára brúðkaupsafmæli, ég á 35 ára gamlann kall - sem á afmæli í dag líka... En samt líður mér bara eins og ég sé ennþá 23 ára! Held að allir eigi aldur sem þau eru "föst" í, og þar er ég 23 ára!

Nú þarf ég að setjast niður og lesa markmiðs pistlana mína, þar sem mér finnst ég þurfa að setja mér markmið, ég vil ekki breytast í einhverja kellingu núna, þótt ég "þurfi" að fullorðnast :)

Ég ætla að setja mér markmið fyrir næsta afmælisdag ... og gera plan hvernig ég ætla að ná þeim, annars gerist ekki neitt spennó.
Þessi markmið munu innihalda æfingar, hvernig ég ætla að æfa, hvaða árangri ég vil ná, hvernig get ég keppt við sjálfa mig, hvaða kílóa fjölda ég vil ná og fitu % (þótt við séum öll að tala um að fókusa ekki of mikið á vigtina þá hefur mig alltaf dreymt um ákveðna tölu á vigtinni - kannski er kominn síðasti séns að reyna að ná henni!!!)
Einnig munu markmiðin tengjast eldamennsku, en ég er afleit í eldhúsinu, hef alltaf verið að þjálfa um kvöldmatarleytið, en ætla að hætta því núna í sumar, það er þjálfa minna seinni partinn og meira fyrri partinn (er það ekki nauðsynlegt þegar maður er komin með 2 börn!)
Markmiðin munu tengjast fjölskyldunni og vinum mínum. Ég ætla að vera skipulagðari og agaðri ... vá þetta eru allt stórir bitar - en ég þarf að setjast niður og gera plan, ég virka betur þegar ég er með plan!!!

Þetta verður góður dagur, og þetta verður gott ár - enda margt skemmtilegt og spennandi að gerast!

Ég ætla að láta nokkrar myndir fylgja þessu bloggi sem fá mig til að brosa :) Ég hef gert svo margt skemmtilegt, og nú held ég áfram að bæta við skemmtilegum minningum!!!


2001 - Við Vignir giftum okkur þegar ég var aðeins 20 ára

2002 - fluttum til Bandaríkjanna og fórum í háskóla

Við í kveðjupartýinu okkar þar sem allir áttu að klæðast einhverjum frægum (p.s. Britney og 50 cent)

Fékk mér Tattoo í DK (held að ekki allir viti að ég sé með tattoo)

Við Vignir gátum alltaf skemmt okkur - hér erum við í vatnsslag ... og þarna fannst mér ég ekki vera nógu cuttuð...
já og hárgreiðslurnar...púff  Við á Smáþjóðaleikunum 2003

Vignir útskrifaðist 2004 :)

Og ég útskrifaðist 2005

Ahhh góður tími með mínum bestustu!

Handabrotnaði í æfingabúðum á Ítalíu

Fyrir 5 árum! :)

Ein af mínum uppáhalds af okkur frá Smáþjóðaleikunum

Draumur rættist og ég fór á Madonnu!
Fullkomlega eðlilegt komin 8.5 mánuði á leið!

Minn uppáhalds á minni uppáhalds mynd

Sindri á íþróttasíðum Moggans

Gullið er keppnismaður - hér öskraði hann "yess" þegar hann hitti oní :)

Já allt góðir tímar - hlakka til að búa til enn fleiri ævintýri með öllum í kringum mig :)

Veit að mér fannst pottþétt skemmtilegra að skoða myndirnar en ykkur :) en so be it!

og Vignir minn til hamingju með daginn þinn :) (ok okkar! )

Later gater!

1 comment:

  1. Gaman að lesa Silja mín :* Þetta eru skemmtilegar myndir líka, mér finnst þú ekkert hafa breyst síðan 2001..alltaf jafn gullfalleg ! -Ragna I.

    ReplyDelete