07 June 2011

Þjálfun dagsins :)

Það er ótrúlegt að það sem ég geri skuli kallast vinna! Hvern grunaði að þegar maður yrði "stór" þá myndi vinna vera skemmtileg!!! Að þjálfa íþróttamenn kallar á mikið skipulag og ég elska að skipuleggja skipulagið haha! Sit núna með dagatalið fyrir framan mig, emailinn opinn, hér sé ég líka dagbókina mína, hugmyndabókina mína (þarf eina svoleiðis því ég er stútfull af skemmtilegum hugmyndum), og to do listann minn sem virðist aldrei ætla að taka enda!  Að þjálfa svona marga íþróttamenn þá þarf maður endalaust að plana og endurplana þar sem þau þurfa öll sitt hvort prógrammið, eiga mismunandi meiðslasögur, lyftingargrunn, formið er mismunandi og svo keppa/spila þau reglulega og þarf því að færa tímana reglulega.
 
Ég tók í ganni myndavélina með mér í Sporthúsið í dag þar sem ég þjálfa, en ég elska að enginn dagur er eins hjá mér, og dagurinn í dag byrjaði snemma, eða klukkan 6. Ég tók myndir af íþróttafólkinu sem æfir hjá mér á þriðjudögum gera hinar og þessar æfingar :) En þriðjudagar eru svolítillir stelpudagar :)

Klukkan 6 hitti ég hana Sigrúnu , en hún æfir Badminton og er að jafna sig eftir slæm ökklameiðsli - samstarf okkar hefur gengið rosalega vel og er hún öll að komast á skrið! 

Sigrún að gera "PB rúlla" ein af mínum uppáhalds kvið æfingum -
góð æfing fyrir alla til að styrkja miðjuna!
Næst hitti ég strákahópinn minn - Garðabæingana (held þeir séu allir þaðan), en ég hitti þá 2x í viku upp á Kópavogsvelli og ég fæ að þjálfa þá eins og afreksmenn í íþróttum, og láta þá taka alvöru æfingar.
Hér eru þeir í hreyfiteygjunum í upphituninni

Kallarnir lafmóðir og kóf sveittir eftir góða æfingu!
 Næst var það Sigga úr Keflavík, hún spilar fótbolta og er að jafna sig eftir krossbanda aðgerð, það er búið að vera gaman að vinna með henni, ótrúlegt hvað hún er búin að jafna sig vel, enda búin að fylgja vel leiðbeiningum sjúkraþjálfarans og vera þolinmóð.

Eigum við að ræða Balancinn hjá tjellu!
Haha nappaði Val og Fannar að pikka inn status hjá Óla Osm í Sporthúsinu, hvenær ætlar fólk að læra að skilja ekki facebookið sitt eftir opið????

Vona að Óli hafi vitað fyrir að þetta voruð þið :)
Næst fór ég á smá fund með einum yngri flokkara þjálfara þar sem við erum aðeins að brainstorma með samstarf - eitthvað sem mér þykir rosalega spennandi :) :)

Þá var komið að Bryndísi en hún æfir Mótorcross og er ein besta stelpan í þeim business hér á landi, eiturhörð og sú meiðslagjarnasta sem ég veit um. Hver fer úr lið á báðum öxlum en mætir samt á æfingu nokkrum dögum síðar?? En við unnum saman fyrir hvað 2 árum, og erum nú að taka upp þráðinn aftur :)
Bryndís í annarra fóta hnébeygju :)
Næst var það Andrea mín, sem spilar fótbolta með Stjörnunni, en við erum í heilmiklu styrkingar prógrammi og gengur glimrandi vel :)

MB köst í upphitun!
Svo endaði ég daginn minn í Sporthúsinu með Arnóri og Andreas en þeir eru handboltamarkmenn í HK
Andreas í OH framstigi

Arnór að gera bakhringina þungu!
Já svona leit fyrripartur þriðjudagsins út ... Þónokkur stelpudagur í klefanum! En ég er ekki búin að þjálfa í dag, fer með frjálsíþróttakrakkana mína 13-14 ára á Vormót Fjölnis í kvöld í Laugardalnum ... Byrja klukkan 6 í morgun og enda klukkan 20 í kvöld ...

En þetta var smá sýnishorn af þessum þriðjudegi :)
Er mjög ánægð að ég stend við blogg challengið mitt :)

Hafið það gott!

1 comment: