04 June 2011

Afreksskólinn ...

Sæl og velkomin J Sé að fólk er farið að fylgjast með, gaman væri nú að fá einhver comment ef þið viljið bæta einhverju við eða hafið einhverjar athugasemdir!
Í dag verður þetta létt, en ég vildi benda ykkur á Afreksskólann sem við Margrét Lára erum að fara af stað með núna 20. Júní.
Ég kynntist Margréti Láru síðasta sumar þegar ég tók við hana viðtal fyrir Stöð 2 og ákváðum við að prufa samstarf um veturinn og taka vel á því þegar hún færi í pásu. Það gekk svona glimrandi vel og við náðum svona vel saman, þetta var ekki eins og að mæta í vinnuna J Það er svo gaman að þjálfa afreksmenn sem fá erfitt prógram í hendurnar, en samt vilja þau meira challenge, en þá þarf maður stundum að stoppa þau af og hægja á ferðinni – sem ég þurfti að gera oft við Margréti enda vildi hún alltaf gera meira, en allir íþróttamenn þurfa að læra að stundum er minna meira!
Samstarfið okkar gekk það vel að við vildum meira, við gátum lært ýmislegt af hvorri annarri, áttum ýmislegt sameiginlegt, svo okkur datt í hug að hafa smá knattspyrnuskóla – sem væri aðeins öðruvísi en hinir. Það er við ætlum ekki að hafa of marga í einu, og við viljum kenna þeim að taka næsta skref í þeirra ferli, við viljum að íþróttamenn læri meira en bara fótboltatækni, við viljum kenna þeim að hugsa eins og afreksmenn, kenna undirstöðu atriðin að góðum hlaupastíl og vinna í hraða og snerpu, kenna þeim að stjórna líkamanum og vinna með lóð og líkamsþyngd.

Þar með varð Afreksskólinn til, en skólinn er fyrir krakka á aldrinum 13-17 ára, stelpur og stráka, og er vikurnar 20. – 30. Júní. Hver íþróttamaður æfir 4x í viku hjá okkur, klukkutíma í senn (en mætir 15 mínútum fyrr og hitar upp sjálfur – Silja kennir nýja upphitun) en svona fáum við sem mest út úr æfingunni. En á hverri æfingu æfa íþróttamennirnir hjá okkur báðum, tímanum verður skipt og þannig eru ekki of margir á æfingunni og allir fá sína athygli.
Afreksskólinn kostar 10.000 krónur sem er ekkert verð fyrir 4 æfingar, fyrirlestur, næringu eftir æfingu, og að æfa við bestu aðstæðurnar í Sporthúsinu en þar höfum við aðgan að gervigrasvöllum, lyftingarsal og hlaupabraut.
Það er hægt að velja um að æfa fyrir eða eftir hádegi, að æfa á mánudögum og miðvikudögum, eða þriðjudögum og fimmtudögum.
Staðreyndin er bara sú að enginn íþróttamaður sem vill bæta sig og ná árangri má missa af þessu, og fyrstir koma, fyrstir fá, þar sem Margrét Lára stoppar stutt á Íslandi.
Srkáning fer fram í afgreiðslu Sporthússins, Nánari upplýsingar í síma 565-4050, eða hjá Gunnhildi á netfangið gunnhildur@sporthusid.is , en þið getið auðvitað haft samband við mig ef ykkur vantar frekari upplýsingar í silja@siljaulfars.is
Ég vona svo innilega að allir skrái sig og hlakkar okkur Margréti mikið til að kynnast fullt af knattspyrnumönnum og konum framtíðarinnar J
En þið getið fylgst með okkur á Facebook undir „Afreksskóli Margrétar Láru og Silju Úlfars“, ásamt því að frekari upplýsingar eru hér á síðunni J
Sjáumst í Sporthúsinu fljótlega!
Kv. Silja Úlfars

No comments:

Post a Comment