12 June 2011

Afrakstur vikunnar í styrkjum...

Aðeins í framhaldi af síðasta bloggi um Styrki - þá ætla ég að sýna ykkur afrakstur minn í vikunni :)

Þegar við Margrét Lára ákváðum að fara af stað með Afreksskóla Margrétar Láru og Silju Úlfars þá setti ég mér markmið varðandi styrktaraðila. 
Draumurinn var að allir fengu næringu eftir æfingu, að við yrðum í ákveðnum einkennis búningum, og okkur vantaði smá áhöld. Ég fann svo fyrirtækin sem við Margrét erum hrifnastar af og heyrðum í þeim ...

Þetta varð niðurstaðan!

Allir íþróttamenn á námskeiðinu fá Hleðslu eftir hverja æfingu! En við vildum að íþróttamennirnir fengju góða næringu strax eftir æfinguna, en í Hleðslu eru 22 g af hágæða mysupróteini sem henta til vöðvauppbyggingar sem er mikilvægt eftir æfingu.


 Næst var það fatnaður, en við erum báðar að fíla Cintamani í botn, svo þá var bara næst í stöðunni að skjótast uppeftir og tala við bossinn sem auðvitað gat ekki sagt nei við okkur skvísurnar :)

Loksins eignast ég góða úlpu, ég meira að segja keypti mér svona vetrarúlpu (búin að bíða eftir henni í minni stærð - enda vinsæl flík), og er svo fegin að geta lagt niður öllum ljótu þjálfaraúlpunum mínum :) jibbí cola!

Ég er mesta kuldaskræfa í heimi, en núna er kominn tími á að mér verði hlýtt... í Cintamani of course!



Við Margrét ræddum einnig um íþróttafatnað, en hún er styrkt af Puma og ég af Adidas svo ég gerði mér góða ferð upp í búð og fékk að kippa með mér nokkrum hlutum af rekkanum!

En ég elska Adidas fötin mín, ég þjálfa allan daginn og um helgar einnig og er því laaaang oftast í íþróttafötum, og veitir ekki af því að eiga mikið af þeim, og sem betur fer eru Adidas fötin þau þægilegustu í bransanum :)




Þá er það stóri bónusinn fyrir svona þjálfar nörd eins og mig ... og takið eftir þjálfarar það er komin ný Dótabúð fyrir okkur, og hún heitir Sport-Tæki og er staðsett í Hveragerði, en klárlega ferðarinnar virði! Ég setti myndavélina í hleðslu og ætlaði að sýna ykkur úrvalið þarna þar sem ekki allt er komið inn á heimasíðuna ennþá, en ég gleymdi vélinni heima í hleðslu ...

En hér er það sem ég fór með heim í gær ... Ég er sko algjör dóta kelling þegar kemur að öllu svona íþróttadóti, og ég er að þjálfa upp í Sporthúsi, Kaplakrika og á fleirum stöðum og þá er oft gott að eiga hlutina bara sjálf!

En já þetta er afraksturinn frá frábærum Styrktaraðilum Afreksskóla Margrétar Láru og Silju Úlfars og kunnum við heldur betur að meta þetta allt saman og verður þetta allt notað brjálæðislega mikið :)

Við þökkum kærlega fyrir okkur :)

Annars vona ég að þið eigið góða frí helgi, við Sindri minn höfum það allaveganar gott og erum búin að taka æfingu í tilefni dagsins :) Hann er 2ja ára og alveg með þetta :)

 Hafið það gott!

1 comment: