23 May 2011

Settu þér markmið

Allir íþróttamenn eiga að vera með markmiðin á hreinu, ef ekki þá eru þeir og verða bara meðal-íþróttamenn sem "go with the flow". Íþróttamenn sem taka íþrótt sinni alvarlega eiga að hafa langtíma , og skammtíma-markmið. Einnig þarf íþróttamaðurinn að plana hvernig hann ætlar að ná þeim, frá hverjum hann þarft hjálp til að ná þeim og síðast en ekki síst þarf að hefjast handa.



If you don't know where you are going,
you'll end up someplace else.

Yogi Berra

Áður en þú setur þér þín íþróttamarkmið, þarftu að hafa nokkra á hluti á hreinu ... Hversu mikið ertu til að leggja á þig?, Hversu langt viltu ná?, hvaða hæfileika/eiginleika þarft þú að hafa til að ná þeim árangri? 

  • Markmiðin þurfa að vera jákvæð - íþróttamenn meiga yfir höfuð ekki hugsa á neikvæðu nótunum, en markmiðin þurfa að vera orðuð í jákvæðum tón t.d. "að ná tækninni fullkomlega" er miklu betra en "ekki klúðra tækninni aftur".
  • Vertu nákvæm/ur - settu þér markmið sem er mælanlegt, dagsetningar, tímar, vegalengdir, stoðsendingar, og þess háttar sem við á, þá veistu nákvæmlega hvenær þú hefur náð markmiðinu og getur notið þess að fagna þeim áfanga. 
  • Forgangsraðaðu markmiðunum - flestir hafa nokkur markmið - settu þau í forgangsröð svo þú fókusir athyglinni aðallega á þau mikilvægustu.
  • Skrifaðu markmiðin niður og segðu einhverjum frá þeim, það gerir þetta raunverulegra og setur á þig meiri pressu, mun sterkara en að hugsa þetta með sjálfum sér.
  • Settu þér skammtíma markmið - ef markmið er of langtíma og of erfitt þá er vont að sjá framfarirnar og að þú nálgist markmiðið eitthvað. Hafðu því skammtíma markmið sem eru smærri skrefí átt að stóra markmiðinu svo þú getir náð þeim reglulega og haldið þér við efnið.
  • Hafðu markmiðin raunhæf - það getur gert mann vonlausan að hafa of erfitt markmið sem þú trúðir aldrei alminnilega á að þú gætir náð. Þess vegna þarftu að hafa alla hluti á hreinu þegar þú setur þér markmið. 
  • Ekki setja þér of auðveld markmið - hafðu þau nokkuð krefjandi, hafðu þau fyrir utan "þægindaboxið". Ef íþróttamaður setur sér of auðveld markmið þá er hann hræddur um að mistakast, eða nennir ekki að leggja á sig auka vinnu. 
  • Frá hverjum þarftu hjálp til að ná markmiðinu? Ef þér er alvara með að ná lengra þá þurfa íþróttamenn yfirleitt aðstoð einhverra annarra, t.d. þjálfara, styrktarþjálfara, sjúkraþjálfara, sálfræðinga, foreldra, maka, vina sinna og þess háttar, og til að allir vinni með þér í áttina að þínu markmiði. Það skiptir máli að segja fólki frá markmiðunum og einnig að segja þeim frá því hlutverki sem það hefur. 
  • Gerðu plan hvernig þú ætlar að ná markmiðunum - Þegar markmiðin eru komin á hreint, hvaða skref þarf að taka til að markmiðin nást? Í hvaða veikleikum þarftu að vinna í? Hvað þarftu að bæta? Hvað þarftu að nærast á? Gerðu lista og farðu svo að vinna í honum.
Jæja nú er ekki eftir neinu að bíða, settu þér markmið og notastu við punktana hér að ofan, gott er að lagfæra þau reglulega og vinna í þeim eftir framför.
Þeir eru ekki margir íþróttamenn sem bara vöknuðu einn daginn og urðu bestir ... nei þeir höfðu markmið - þeir áttu sér draum sem þeir unnu í að ná. Gylfi Þór Sigurðsson knattspyrnumaður vaknaði ekki bara einn daginn og var snillingur í aukaspyrnum, neibbs hann æfði þær meira en allir aðrir og er því betri en allir aðrir, sama má segja um David Beckham. Afreksmennirnir sem þú lítur upp til þeir unnu að markmiðum/draumum sínum á hverjum degi - og enduðu þar sem þeir eru í dag!
Hvað ætlar þú að gera? Hver eru þín markmið?
I'm a firm believer in goal setting. Step by step. I can't see any other way of accomplishing anything.~ Michael Jordan

 
Talent is never enough. With few exceptions the best players are the hardest workers.
~ Magic Johnson

21 May 2011

That´s the spirit!

Ég elska þegar maður rekst á góð Motivational Video, magnað hvað þau geta gefið manni. Gott er að eiga eitt svona video sem kemur manni í gírinn.



Það er auðvelt að vera ágætur íþróttamaður en til að vera bestur þarf að hafa miklu meira fyrir hlutunum.

Þú þarft að hafa PASSION EVERYDAY! Finnst þetta frábær skilaboð.

Við þurfum öll að eiga okkur draum og þann draum sem við erum staðráðin í að eltast við þurfum við að hafa í huga á hverjum degi.

"When you want success as badly as you want the air, then you will get it. There is no other secret of success." - Socrates

17 May 2011

Ný Verkefni :)

Það er fátt skemmtilegra en að takast á við ný og spennandi verkefni. Núna er ég með nokkur slík í höndunum, en eitt þeirra er ég alveg ótrúlega spennt fyrir - en ég mun segja ykkur meira frá því bara á næstu dögum ... dadadadammmmmm

Mér finnst það forréttindi að vinna svona skemmtilega vinnu, að vinna mín sé að vinna í íþróttafólki og hjálpa þeim að ná sínum draumum og markmiðum - gerist það eitthvað betra???

Ég átti fínan feril, er ánægð með mitt, veit ég hefði getað gert betur og stundum er erfitt að horfa aftur og hugsa HVAÐ EF - en það er auðvitað bara bannað - því ég kunni og vissi ekki betur þá!
Hún Helga Margrét Þorsteinsdóttir sjöþrautakona og okkar stærsta von Íslendinga setti einmitt mynd á facebookið sitt af quoti sem hún fann í æfingabúðum í USA. (alveg ekta kaninn að vera með svona quote)
En fylgist endilega með bloggi Helgu Margrétar - hún hleypir manni alveg inn í heim afreksmannsins http://nunnurnar.com/

En auðvitað á maður ekki að hugsa svona, en ef ég horfi til baka þá sé ég frábærar minningar, frábærir hlutir sem ég upplifði og fékk að prófa, lærði mikið og ég náði góðum árangri á mörgum sviðum.

Ég hugsa að ég sé svona æst að sjá aðra íþróttamenn ná sínum árangri því ég veit að ég hefði getað gert betur, og eins og ég sagði í síðustu blogg færslu "Af hverju að láta alla íþróttamenn gera sömu vitleysurnar (og sóa tíma), er það ekki hlutverk okkar sem eru hætt, sem höfum lært margar lexíur af okkar ferli, og þau sem eru nú á toppnum að miðla til hinna sem eru að stíga sín fyrstu skref? "

Mér finnst gaman að kenna og mér finnst rosalega gaman að sjá íþróttamenn taka við sér og læra eitthvað nýtt

En ég ætla að gefa ykkur gott hint varðandi næsta verkefni sem ég er með puttana í ....
Haldið ykkur fast!


Fylgist með
kv. Silja Úlfars

14 May 2011

Hvað þarf til að ná árangri?

Ég hef oft vel þessu fyrir mér, það væri auðvitað mjög þæginlegt ef það væri til leiðbeininga bæklingur með því hvernig á að ná árangri og hvað þarf til, hann er auðvitað ekki til, en djöfull væri gaman að vinna í því að setja einn slíkan saman. Hvað þurfa íþróttamenn að vita og kunna til að ná lengra? Ég væri til í að nota síðuna mína í þessar pælingar...
Mismunandi hlutir virka fyrir alla íþróttamenn, en gott væri að hafa smá svona „guidelines“. Af hverju að láta alla íþróttamenn gera sömu vitleysurnar (og sóa tíma), er það ekki hlutverk okkar sem eru hætt, sem höfum lært margar lexíur af okkar ferli, og þau sem eru nú á toppnum að miðla til hinna sem eru að stíga sín fyrstu skref? Það finnst mér sjálfsagt.
Ég man þegar ég hætti, var ekki búin að ná öllum mínum markmiðum, hafði lent í ofþjálfun (sem ég mun segja ykkur frá síðar), ég var svekkt en samt sátt að fá að hætta á mínum forsendum. En ég ákvað þá að ég myndi kenna öðrum íþróttamönnum það sem ég lærði, svo enginn þyrfti að lenda t.d. í þessari ömurlegu ofþjálfun sem kláraði minn feril.
Svo ef ég ætti að leggja línurnar og gefa ykkur ráð, eða setja niður boðorð íþróttamannsins þá myndu þau hljóma svona ... (ég mun svo blogga bara um hvert og eitt síðar – en þetta gefur ykkur eitthvað til að hugsa um).
MarkmiðHafðu markmiðin á hreinu, skammtíma og langtíma og planaðu hvernig þú ætlar að ná þeim.
TeymiBúðu þér til þitt teymi af fólki sem þú treystir og vilt hafa í kringum þig (þjálfarar, sjúkraþjálfarar, nuddarar, næringarráðgjafar, Silju og fleiri).
TraustTreystu þjálfaranum þínum – það er erfitt að æfa þegar maður efast um allt (eða margt) sem maður er að gera.
LíkaminnHugsaðu vel um líkamann – farðu reglulega í nudd og til sjúkraþjálfara, rúllaðu þig, teygðu vel, notastu við ísböðin og heitu pottana.
NæringHugsaðu miklu betur um næringuna en þú gerir – það eru til það eru til góðir næringar ráðgjafar sem geta hjálpað þér, en þú verður fyrst og fremst að skilja næringar hlutann.
FæðubótaefniEf þér finnst eitthvað vanta í næringarhlutann þinn skoðaðu þá fæðubóta efni, þau geta hjálpað þér.
SkipulagVertu skipulagður, hafðu næringuna á hreinu, mættu alltaf undirbúinn á æfingu – búinn að nærast rétt, fullur af orku, hugarfarslega tilbúinn að taka vel á því.
HugarþjálfunEkki gleyma hugarþjálfuninni, þú þarft að æfa hugann líka, hausinn spilar rosalega stórt hlutverk í ferli íþróttamannsins.
Veikleikar/StyrkleikarHverjir eru þínir veikleikar og styrkleikar, þú þarft að æfa bæði vel!
StyrkirEf þig vantar styrki eða eitthvað annað – náðu þá í það, ekki bíða eftir að svona hlutir detti upp í hendurnar á þér, talaðu við fólk – en mundu þú þarft að sýna árangur og character til að næla þér í eitthvað.
FjölmiðlarSkapaðu jákvæða umfjöllun í kringum þig, vertu hress og notaðu fjölmiðlana rétt.
Þín greinÆfðu alla þættina í þinni grein, hvaða aukaæfingar þarftu að gera sem geta hjálpað þér á þínum ferli.
TrúHafðu trú á sjáfum þér og því sem þú ert að gera.
Gleði og smá kæruleysiÞú gerir ekkert vel nema þú hafir gaman af, stundum er í lagi að leyfa smá kæruleysi til að halda manni á jörðinni. Það má ekki taka þessu öllu saman of alvarlega, þá er ervitt að njóta þessara stunda.
„Some people want it to happen, some wish it would happen, others make it happen.Michael Jordan
Þessi listi er auðvitað ekki tæmandi, en þetta er það sem mér dettur í hug í fljótu bragði ... Ef þú vilt bæta einhverju við, endilega sendu mér línu á silja@siljaulfars.is J
Gangi þér vel
Silja Úlfars

Velkomin

Velkomin á síðuna mína :)
Nú er planið að hafa þetta líflegt og tala um allt milli himins og jarðar - þó auðvitað mest allt tengt íþróttum og árangri :)

Endilega fylgist með :)
kveðja
Silja Úlfars