29 May 2012

Sumaræfingar fyrir unglinga - Auka námskeið!

Sæl öll :)

Í næstu viku hefst Sumarnámskeiðið mitt fyrir unglinga, og ég hlakka ekkert smá til að hitta fullt af skemmtilegum metnaðarfullum íþróttamönnum!

Nú eru öll námskeiðin að fyllast, svo hver er að verða síðastur að skrá sig, en ég vil ekki hafa of marga í einu á hverju námskeiði þar sem gæðin skipta mig miklu máli!
Námskeiðin eru 2x í viku - mánudaga og miðvikudag frá kl. 11.00-12.00, eða kl. 12.00-13.00
Einnig hef ég ákveðið að bæta við námskeiði í hádeginu á þriðjudögum og miðvikudögum kl. 12.00-13.00 fyrir 16-18 ára.
Námskeiðið kostar 14.900 krónur.
Ef þú hefur áhuga þá sendu mér línu fyrr en síðar á silja@siljaulfars.is, en einnig er hægt að finna fleiri upplýsingar um þetta hér:

En æfingarnar verða fjölbreyttar þar sem við fókusum á hlaupastíl, hraða, læra að gera æfingarnar rétt, meiðsla fyrirbyggjandi, styrktarþjálfun - en allt saman gerum við utanhúss á hlaupabrautinni í Kaplakrika!

Tímataka í fyrstu og síðustu æfingunni svo við sjáum hvað við bætum okkur mikið á aðeins 4 vikum :)
Hlaupa kveðja
Silja Úlfars :)

12 May 2012

Sumaræfingar fyrir Unglinga

Sumaræfingar Silju Úlfars – fyrir unglinga
Hefurðu metnað og vilt bæta þig? Taktu þá réttu aukaæfinguna! Silja Úlfars verður með Námskeið fyrir unglinga í júní sem fókusar á að bæta hraðann, hlaupastílinn og styrkja sig.
Íþróttamenn í dag eru alltaf að skilja betur og betur að það þarf að gera meira en það sem gert er á íþróttaæfingunum, eins og að hlaupa hraðar í allar áttir (og betur), vera sneggri, geta hoppað hátt og lent rétt, forðast meiðsli, ásamt því að borða hollan mat og hvílast vel.
Undanfarin ár hef ég verið að þjálfa unglinga og fullorðna íþróttamenn með góðu gengi, en núna ætla ég í fyrsta sinn að bjóða upp á námskeið fyrir unglinga. Mér finnst vanta ýmislegt upp á líkamsþjálfun unglinga, ásamt því að kunna hlaupa og bera sig rétt. Ég er alltaf að fá til mín íþróttamenn sem segja að þeir hefðu viljað læra gera þessa hluti fyrr á ferlinum, svo hér gefst þér tækifæri til að taka stórt skref.
Æfingarnar verða mjög fjölbreyttar, góð upphitun þar sem fókusað er á meiðslaforvarnir, liðleikaþjálfun, tökum styrktaræfingar (allt gert úti), vinnum með hlaupastíl, hraða, snerpu og sprengikraft.
Námskeiðin hefjast vikuna 4. Júní og er fyrir metnaðarfulla krakka 12 ára og eldri, sem vilja bæta sig í sinni íþróttagrein! Þetta er í 4 vikur og endar því föstudaginn 29. júní.
2x í viku: krónur 14.900
Mánudag og Miðvikudag kl. 11.00-12.00 eða 12.00-13.00
1x í viku: krónur 9.900
Þriðjudag kl. 14.00-15.00, og föstudag kl. 11.00 – 12.00
Verið óhrædd að senda mér línu ef einhver annar tími hentar betur það má alltaf skoða það – sérstaklega ef hópar koma saman J  Ég mun bara taka ákveðinn fjölda inn á hverja æfingu, svo gæðin fái að njóta sín –skráðu þig strax!
Æfingar verða upp á hlaupabrautinni á Kaplakrika (gæti haft einhverjar í Sporthúsinu – er að skoða það).

ÉG HEF FENGIÐ MIKIÐ AF FYRIRPURNUM VARÐANDI NÁMSKEIÐ SÍÐAR Í SUMAR - OG ER FARIN AÐ TAKA NIÐUR NÖFN SEM HAFA ÁHUGA, SVO EF ÞÚ HEFUR ÁHUGA Á NÁMSKEIÐI SÍÐAR Í SUMAR (ÁGÚST), SENDU MÉR ÞÁ LÍNU Á SILJA@SILJAULFARS.IS .
Það er til mikils að græða.
-        Tímataka í fyrsta og síðasta tímanum svo þú getir séð muninn
-        Styrktarprógram sem gera má heima hjá sér
-        Bættur hlaupastíll og aukinn hraði. Enginn fæðist með góðan hlaupastíl, hann lærist og hann má alltaf bæta.
-        Krakkarnir læra fjölbreyttar æfingar tengdar styrktarþjálfun, liðleikaþjálfun, hlaupastíl og hraða.
-        Ráðleggingar varðandi næringu
Þetta er engin spurning - fjárfestu í íþróttamanninum þínum!
Skráning og frekari upplýsingar veitir Silja í silja@siljaulfars.is
Kveðja Silja Úlfarswww.siljaulfars.is og á facebook

03 May 2012

Hraða- og styrktaræfingar fyrir hlaupara

Aukaæfingin er ekki aðeins fyrir afreksíþróttamenn – heldur fyrir alla sem vilja bæta sig. Nú ætla ég að bjóða upp á aukaæfingu hlauparans : þar sem fókusað verður á hraðaþjálfun, hlaupa tækni og styrktarþjálfun utandyra.
Æfingarnar verða fjölbreyttar með góðum upphitunum sem fókusa á styrk og meiðslaforvörn, unnið verður að bæta hlaupastílinn, tökum styrktaræfingar úti – en það má ýmislegt gera utandyra, og auðvitað sprettum við og höfum gaman af fjölbreytileika hlaupaþjálfunar!
Í boði er 6 vikna námskeið á aðeins 9.900 krónur, tímabilið er 14. Maí – 24. Júní, en æfingarnar eru 1x í viku, upp á Hlaupabrautinni á Kaplakrika.
Tímarnir sem eru í boði:
6.15 á föstudögum
12.00 á föstudögum
18.15 á miðvikudögum


** Hver æfing er í klukkutíma :)

En það getur vel verið að aðrir tímar bætist við ... ef aðrir tímar henta betur, endilega hafið þá samband, það má alveg skoða það
J
Innifalið:
-          Tímataka í fyrsta og síðasta tíma – Ég á sjálf tímatöku græjur sem við notumst við, en það er alltaf  gaman að sjá framfarir!
-          Fjölbreyttar æfingar: styrktaræfingar, liðleikaæfingar/teygjur, og stílæfingar sem bæta hlaupastílinn
-          Sprettir upp í 400m
-          Styrktar prógram sem gera má heima
-          Hlaupagreining – þar sem ég skoða ykkur á hlaupum og við reynum að laga veikleikana
Það er til mikils að græða:
-          Bættur hlaupastíll – enginn fæðist með góðan hlaupastíl, það er eitthvað sem lærist í gegnum tíðina, og má alltaf betrumbæta.
-          Styrkur – Í sprettum þá þurfa fleiri vöðvaþræðir að vinna og þar með styrkjast vöðvarnir, ásamt því að við tökum frábærar styrktar æfingar í lokin
-          Sprett og styrktaræfingar leiða til betri hlaupahagkvæmni (styttri snertitími)
-          Meiðslaforvörn – með góðri upphitun og bættum hlaupastíl
-          Þú verður hraðari – þú losnar undan tempóinu sem margir festast í!
-          Að spretta er góð „Brennslu æfing“, og þar með gætu síðustu kílóin gætu hörfað
-          Sprettúthaldið hjálpar þér með bætinguna í sumar, þegar þú tekur lokasprettinn!
Skráning og frekari upplýsingar veitir Silja í silja@siljaulfars.is. Þegar þú skráir þig mundu að taka fram í hvaða tíma.
Sjáumst hress hlaupasumarið 2012.
Kv. Silja Úlfarswww.siljaulfars.is
Endilega finndu siljaulfars.is á facebook svo þú missir ekki af neinu :)
Heimildir:
Fitzgerald, J. A. (2010, November 6). How to develop Sprinting speed as a Distance Runner. Runaddicts.com. Retrieved April 29, 2012, from http://www.runaddicts.net/start-to-run/how-to-develop-sprinting-speed-as-a-distance-runner
Liberman, A. (n.d.). Speedwork - Risks and Benefits. Marathon Training. Retrieved April 29, 2012, from http://www.marathontraining.com/faq/faq_sw.html
Magness, S. (2009). Sprint Training for Distance Runners. The Science of Running. Retrieved April 29, 2012, from http://www.scienceofrunning.com/2009/05/sprint-training-for-distance-runners.html
Morris, R. (n.d.). Running and Strength Training - Are They a Good Fit? Arguments for and against. RunningPlanet. Retrieved April 29, 2012, from http://www.runningplanet.com/training/running-and-strength-training.html


Hér er meðal annars rannsókn sem sýnir að sprett úthalds æfingar borgi sig. „In conclusion, athletes from disciplines involving periods of intense exercise can benefit from the inclusion of speed endurance sessions in their training programs.“ (2010, Iaja FM, Bangsbo J.) http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/20840558