02 July 2011

Skandall

Djöfulsins skandall er þetta... ég fór á Vík síðustu helgi og náði ekki að búa til bloggin fyrir fram og missti allt niður um mig ... eins og ég var búin að standa mig í 23 daga :) það er þá metið mitt haha!

En ég fór á Vík með frjálsíþróttahópinn minn þar sem við eignuðumst 19 Íslandsmeistara og urðu Íslandsmeistarar í 4 flokkum af 8, og unnum heildarstigakeppnina - alveg frábær árangur!

En það er búið að vera rosalega gaman að vera í svona blogg challenge, getur verið smá vinna líka þar sem ég á ekki marga lausa klukkutíma í sólarhringnum nú fyrir ... en ég ætla auðvitað að halda áfram - en kannski fara niður í 4rða gír :)

Núna er allt á milljón hjá kellu, er að fara á Gautaborga leikana með frjálsíþrótta hópinn minn á miðvikudaginn og hlakka ég mikið til að sjá þau keppa og skemmta sér í Svíþjóð! Ég mun svo hætta með þennan hóp eftir ferðina, en ég hef þjálfað þau í 3 ár, 4-5x í viku, svo það verður tilbreyting að hitta ekki þessa skemmtilegu krakka reglulega!

Er á fullu núna að koma frá mér prógrömmum og hitta alla kúnnana mína áður en ég fer út, er að þjálfa marga í fjarþjálfun sem er brilliant, þar nota ég Sideline þjálfunar forritið http://sidelinesports.com/ sem er brill, þá fá íþróttamennirnir prógrömm frá mér í gegnum það, með útskýringum á öllum æfingunum, og ég get fylgst með hvort þau séu að mæta eða ekki :)

En jæja best að snúa sér að Sideline, þarf að gera nokkur prógrömm fyrir íþróttamenn sem stunda körfubolta, fótbolta, handbolta, badminton og nokkur meiðslaprógrömm ... bara gaman að vinna svona fjölbreytt starf :)

Hafið það gott :) Kem með eitthvað djúsí sem fyrst!

kv. Silja