Þjálfun

Ert þú að hugsa um ...
- að komast í gott form?
- að bæta þig sem íþróttamann??
- að bæta sprengikraftinn?
- að létta þig? / þyngja þig?
- að bæta þol og úthald?
- að verða bara fabulous :)

Ef þú ert íþróttamaður og ert ekki södd/saddur á þínum ferli og vilt meira, þá ættirðu að heyra í Silju.
Silja hefur unnið með mikið af íþrótta- og afreksfólk og veit hvað þarf til að bæta sig og hvernig á að ná því besta úr íþróttamanninum.

Hraða- og hlaupaþjálfun er mitt sérsvið, en ég fæ mikið af íþróttafólki til mín sem vill bæta hraða, snerpu, hlaupastíl og sprengikraft. Það skiptir miklu máli að læra að beita líkamanum rétt og gera allt rétt. Fyrir íþróttamann skiptir miklu máli að kunna á líkamann sinn. Hraða- og hlaupaþjálfun er frábær fyrir alla íþróttamenn, í þeim greinum sem unnið er með hraða, snerpu, og sprengikraft. Ég miða prógrammið alltaf við hvar þú ert á tímabilinu.
Þetta er mjög góður kostur fyrir íþróttamenn sem vilja ná lengra í sinni íþrótt, vilja auka hraðann, snerpuna, sprengikraftinn og bæta sig sem íþróttamann. Ég lofa að ég get hjálpað þér!

"To be fast - you have to train fast"

Einkaþjálfun er besta og fljótasta leiðin til að komast í betra líkamlegt form. Að hafa einhvern yfir sér í ræktinni sem kann sitt fag skiptir miklu máli. Við munum fara yfir markmiðin, meiðsla söguna, setjum upp plan, mæla þig og hefjast handa við að eltast við markmiðin. Það skiptir miklu máli að hafa gaman í ræktinni!
Þetta er góður kostur fyrir þá sem vill ná árangri sem fyrst, vill hafa þjálfara yfir sér, og vill gott aðhald.

Fjarþjálfun er það nýjasta á markaðnum, en það er staðreynd að allir ná betri árangri í ræktinni og ná markmiðum sínum fyrr með skipulögðu prógrammi og aðhaldi frá einkaþjálfara. Fjarþjálfun felur í sér að þú færð prógram frá mér á 4ra vikna fresti. Við notumst við frábært þjálfunar forrit sem heitir Sideline XPS, þar færðu allar æfingar með útskýringum og myndum.
Þetta er mjög góður kostur fyrir þig ef þú vilt æfa á þínum tímum, á þinni stöð, eða vantar bara gott prógram sem hentar þér!


Hafðu samband
Silja@siljaulfars.is
s. 698-3223