04 October 2012

Október unglinga námskeið

23. október
 
Hefst nýtt 6 vikna Unglinga námskeið
 
Fókusað á hraða, snerpu, bættan hlaupastíl, styrktaræfingar, og sprengikraftsþjálfun.
 
1 x í viku í 6 vikur
  
Þriðjudaga kl. 15.00
Þriðjudaga kl. 16.00
Kostar aðeins 19.900 krónur
 
Æfingar upp í Kaplakrika úti á hlaupabraut
Tímataka í byrjun og lok námskeiðisins.
Heimaprógram í lok námskeiðisins
 
Frekari upplýsingar veitir Silja í silja@siljaulfars.is
og á facebook síðunni : siljaulfars.is
 

 
fingarnar hafa hjálpað mér mikið, ég hleyp hraðar, léttara og maður þarf ekki að hafa eins mikið fyrir því að hlaupa. Skemmtilegar og góðar æfingar enda er líka Silja rosa skemmtileg og hress."
-Stefanía Theodórsdóttir, 15 ára 

 

27 August 2012

Unglinganámskeið hefjast í næstu viku

Í næstu viku hefjast unglinganámskeiðin!!

Í fyrsta og síðasta tíma tökum við tímann á íþróttamönnunum til að sjá bætinguna (en ég á rafmagns tíma töku tæki). Farið verður ítarlega í hlaupastíl og þegar ég hef séð veikleikana þá kenni ég krökkunum æfingar sem hjálpa þeim að bæta sig enn frekar í sinni íþrótt. Rétt líkamsbeyting skiptir miklu máli í meiðslaforvörnum, svo við förum vel í það ásamt því að læra hreyfiteygjur, drillur og aðrar æfingar sem hjálpa íþróttamanninum að ná sem mestum árangri

Skráning er í fullu gangi núna, en 6 vikna námskeið kostar 19.900 krónur, og fara æfingarnar fram upp í Kaplakrika.

Æfingarnar eru 1x í viku í 6 vikur, en þá fá krakkarnir heimaprógram sem þau geta gert sjálf, ásamt því að ég mun ræða hugarfar, næringu og fleira sem við kemur íþróttunum.

Tímarnir sem hægt er að velja um:
Mánudagur kl. 15.00 - 16.00
Þriðjudagur kl. 15.00 - 16.00
Þriðjudagur kl. 16.00-17.00
Föstudagur kl. 14.30 - 15.30

Endilega hafðu samband : silja@siljaulfars.is

Hér er umsögn frá Magneu sem kom á námskeið til mín í sumar:

"Ég fór á námskeið hjá Silju nú í sumar til að bæta hraðann og hlaupatæknina og verð að segja að ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Ég bætti mig mikið á þessum fjórum vikum sem námskeiðið stóð yfir. Það mikilvægasta var þó að ég lærði hlaupatækni og fékk æfingar til að viðhalda tækninni og bæta hana. Silja er frábær þjálfari sem gefur mikið af sér. Allir íþróttamenn hefðu gott af því að fara til hennar. Þeir geta bara grætt á því. Takk fyrir mig Silja"
Magnea Óskarsdóttir 15 ára handboltastúlka úr Gróttu.

Eftir hverju ertu að bíða????

Sjáumst
Silja Úlfars


10 August 2012

6 vikna Hraðanámskeið Silju Úlfars fyrir unglinga

Ungir íþróttamenn eru alltaf að gera sér betur grein fyrir því hvað þarf til að ná árangri, og sækja því margir í aukaæfingar til að hjálpa þeim að bæta sig og ná sínum markmiðum. Mikill hugur er í iðkendum sem vilja ná betri árangri, enda eigum við Íslendingar frábærar fyrirmyndir í öllum íþróttagreinum, sem sýndi sig nú á Ólympíuleikunum.
Ef þú hefur metnað og vilt bæta þig, þá er þetta 6 vikna námskeið eitthvað sem þú ættir að skoða. Fókusað verður á hlaupastíl, hraða, sprengikraft, styrk, og svo legg ég mikið upp úr meiðslaforvörnum (liðleika- og styrktaræfingum) og réttri líkamsstjórn, en æfingarnar eru mjög fjölbreyttar. Mikið er um það að unglingar (og margir fullorðnir) séu ekki með góða/rétta líkamsbeitingu í ýmsum æfingum og hreyfingum, en þetta er hlutur sem skiptir miklu máli í ferli íþróttamannsins, og það er eitthvað sem þarf að vinna mikið í.
Námskeiðin eru fyrir metnaðarfulla krakka 11 ára og eldri sem vilja bæta sig.
Tvö tímabil eru í boði (6 vikur hvert) og skráning er hafin á bæði.3. September – 14. Október
22. Október – 2. Desember
Námskeiðin eru þessa daga: Æfingar eru aðeins 1x í viku, dagarnir í boði:
Mánudaga kl. 15.00-16.00 Kaplakriki úti
Þriðjudaga kl. 15.00-16.00 Kaplakriki úti
Þriðjudag kl. 16.00-17.00 Kaplakriki úti
Föstudaga kl. 14.30-15.30 Kaplakriki úti

(Ég er til að skoða Sunnudags æfingar – en það fer eftir eftirspurn)
Verð aðeins 19.900 krónur.
Frekari upplýsingar og skráning í email silja@siljaulfars.is.
Við skráningu skal taka fram Nafn unglings, kennitölu, símanúmer (unglings og/eða foreldra), og email, ásamt því að taka fram tímabil og hvaða námskeiðis dagur er fyrir valinu.
Ekki missa af þessu námskeiði og skráðu þig strax, takmarkaður fjöldi á hvert námskeið.
Sjáumst
Silja Úlfars
...
Silja Úlfars hefur þjálfað íþróttamenn á öllum aldri úr mörgum íþróttagreinum eins og frjálsum, knattspyrnu, handbolta, og körfubolta. Ásamt því hefur Silja hefur séð um styrktar- og hlaupaþjálfun hjá mörgum félagsliðum, eins og Meistaraflokkum FH í knattspyrnu og núna hefur hún einnig tekið við Meistaraflokkum FH í handknattleik, einnig hefur Silja unnið með Víking, og BÍ/Bolungarvík í knattspyrnu.

Silja er ekki bara hágæða snerpu og hraðaþjálfari heldur er hún einstök manneskja með mikinn metnað. Það hafa verið forréttindi fyrir mig að fá að æfa hjá henni og ég hlakka alltaf jafn mikið til að koma í frí til íslands til að láta hana þræla mér út. Silja nær að sjóða saman bæði góðar, erfiðar og skemmtilegar æfingar sem nýtast öllum íþróttamönnum sem vilja ná enn lengra í íþrótt sinni. Ég hef bætt styrk minn og hraða umtalsvert eftir að ég byrjaði að æfa hjá Silju og ég get ekki beðið eftir að bæta mig enn frekar.

Margrét Lára Viðarsdóttir landsliðs kona í knattspyrnu


Silja hefur hjálpað mér með að auka vöðvamassa, bæta snerpu og stökkkraft með bæði skemmtilegum og krefjandi æfingum. Hún hjálpaði mér einnig að halda líkamanum í toppstandi út langt tímabil og missa ekki sjónar af markmiðum mínum.
Silja var ein af bestu íþróttamönnum landsins og vann til fjölda verðlauna á sínum ferli, þessa reynslu og þekkingu sem hún býr yfir notar hún til að gera þig af þeim íþróttamanni sem þú vilt vera. Topp þjálfari og frábær karakter!
Ólafur Andrés Guðmundsson, handknattleiksmaður Kristianstad Svíþjóð


"Ég fann strax mikinn mun á mínu líkamlegu formi þegar ég byrjaði að æfa hjá Silju Úlfarsdóttur. Eftir aðeins 3 vikur var ég búin að auka snerpu og sprengikraft til muna og líkamlegur styrkur var orðin mikið meiri. Eftir að hafa æft heilt undirbúningstímabil hjá henni fór ég aftur út til Noregs til að spila og fann hvað ég var vel undirbúin til að spila í einni bestu deild í heimi.Hver einasta æfing var krefjandi en á sama tíma skemmtileg og ég hlakkaði alltaf til að mæta á æfingu hjá Silju. Það sem mér fannst skína í gegn er metnaðurinn sem hún hafði fyrir mína hönd og að hún lagði sig alla fram til að hjálpa mér að verða betri. Ég myndi mæla með því við alla metnaðarfulla einstaklinga sem langar að ná langt í sinni íþrótt að æfa hjá Silju. Hún er einfaldlega frábær."
Rakel Dögg Bragadóttir, Fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í handknattleik

Auk þess að vera hrikalega skemmtileg er Silja algjör snillingur í sínu fagi og án efa sú allra færasta. Það er virkilega þægilegt að vinna með svona metnaðarfullum þjálfara sem hefur jafn djúpstæða þekkingu í sinni grein.
Mist Edvardsóttir, landsliðskona í knattspyrnu og leikmaður Vals

Silja hefur hjálpað mér ótrúlega mikið í að bæta hlaupastílinn, auka hraðann og snerpuna hjá mér og auðvitað komið mér í fanta gott form. Árangurinn hefur farið fram úr mínum björtustu vonum og er það mikið henni að þakka. Hún er dugleg, skipulögð og mjög metnaðarsöm þegar kemur að æfingum og hvetur hún mann áfram af miklum krafti. Það er aldrei leiðinlegt á æfingum hjá henni enda er hún Hafnfirðingur og með húmorinn í lagi. Ég mæli hiklaust með Silju ef þér langar til að bæta hraða, hlaupastíl og snerpu eða þá bara að vera í góðum félagsskap hjá skemmtilegum þjálfara.
Fannar Hilmarsson, knattspyrnu maður í Víking Ólafsvík
Silja er frábær þjálfari og ekki síðri persónuleiki, skemmtileg og með gríðarlega góðar æfingar, sem skila sér vel inní fótboltann. Hún er dugleg að minna á andlegu hlutina líka, sem skipta miklu máli, Silja er ein með öllu og ég gef henni mín allra bestu meðmæli !
Guðjón Baldvinsson leikmaður Noregi

24 July 2012

Ágúst námskeið fyrir unglinga

Síðasta unglinga námskeið sumarsins hefst í næstu viku eða mánudaginn 30. júlí. Boðið verður upp á 2 námskeið, hægt verður að velja 1 viku eða 2 vikur.

Vika 1 (Mán 30.júlí – fim 2. Ágúst (4 æf)) krónur 5.000.-

Vika 2 (þri 7. Ág – 10. Ágúst(4 æf)) krónur 5.000.-

2 vikur (báðar) (8 æfingar) 10.000.- krónur
Æfingar eru kl. 11.30 upp á Kaplakrika á hlaupabrautinni, og er hver æfing klukkutími.
Takmarkaður fjöldi er á æfingarnar.
Fókusað verður á hraðaþjálfun, hlaupastíl, og styrktarþjálfun/sprengikraft. Á æfingum munum við vinna í stílþjálfun, spretta (í allar áttir), og enda svo á styrktarþjálfun. Æfingarnar verða fjölbreyttar og skemmtilegar, ásamt því að vera lærdómsríkar. Ég mun einnig afhenda heimaprógram í lok námskeiðisins.

Í vetur verð ég svo með unglinganámskeið 1x í viku í 6 vikur, meira um þá á næstunni.

Skráning er hafin í silja@siljaulfars.is , sendu mér einnig línu ef þú hefur einhverjar spurningar.

Snerpu kveðja
Silja Úlfars

Hér eru myndir úr júní námskeiðinu :)





29 May 2012

Sumaræfingar fyrir unglinga - Auka námskeið!

Sæl öll :)

Í næstu viku hefst Sumarnámskeiðið mitt fyrir unglinga, og ég hlakka ekkert smá til að hitta fullt af skemmtilegum metnaðarfullum íþróttamönnum!

Nú eru öll námskeiðin að fyllast, svo hver er að verða síðastur að skrá sig, en ég vil ekki hafa of marga í einu á hverju námskeiði þar sem gæðin skipta mig miklu máli!
Námskeiðin eru 2x í viku - mánudaga og miðvikudag frá kl. 11.00-12.00, eða kl. 12.00-13.00
Einnig hef ég ákveðið að bæta við námskeiði í hádeginu á þriðjudögum og miðvikudögum kl. 12.00-13.00 fyrir 16-18 ára.
Námskeiðið kostar 14.900 krónur.
Ef þú hefur áhuga þá sendu mér línu fyrr en síðar á silja@siljaulfars.is, en einnig er hægt að finna fleiri upplýsingar um þetta hér:

En æfingarnar verða fjölbreyttar þar sem við fókusum á hlaupastíl, hraða, læra að gera æfingarnar rétt, meiðsla fyrirbyggjandi, styrktarþjálfun - en allt saman gerum við utanhúss á hlaupabrautinni í Kaplakrika!

Tímataka í fyrstu og síðustu æfingunni svo við sjáum hvað við bætum okkur mikið á aðeins 4 vikum :)
Hlaupa kveðja
Silja Úlfars :)

12 May 2012

Sumaræfingar fyrir Unglinga

Sumaræfingar Silju Úlfars – fyrir unglinga
Hefurðu metnað og vilt bæta þig? Taktu þá réttu aukaæfinguna! Silja Úlfars verður með Námskeið fyrir unglinga í júní sem fókusar á að bæta hraðann, hlaupastílinn og styrkja sig.
Íþróttamenn í dag eru alltaf að skilja betur og betur að það þarf að gera meira en það sem gert er á íþróttaæfingunum, eins og að hlaupa hraðar í allar áttir (og betur), vera sneggri, geta hoppað hátt og lent rétt, forðast meiðsli, ásamt því að borða hollan mat og hvílast vel.
Undanfarin ár hef ég verið að þjálfa unglinga og fullorðna íþróttamenn með góðu gengi, en núna ætla ég í fyrsta sinn að bjóða upp á námskeið fyrir unglinga. Mér finnst vanta ýmislegt upp á líkamsþjálfun unglinga, ásamt því að kunna hlaupa og bera sig rétt. Ég er alltaf að fá til mín íþróttamenn sem segja að þeir hefðu viljað læra gera þessa hluti fyrr á ferlinum, svo hér gefst þér tækifæri til að taka stórt skref.
Æfingarnar verða mjög fjölbreyttar, góð upphitun þar sem fókusað er á meiðslaforvarnir, liðleikaþjálfun, tökum styrktaræfingar (allt gert úti), vinnum með hlaupastíl, hraða, snerpu og sprengikraft.
Námskeiðin hefjast vikuna 4. Júní og er fyrir metnaðarfulla krakka 12 ára og eldri, sem vilja bæta sig í sinni íþróttagrein! Þetta er í 4 vikur og endar því föstudaginn 29. júní.
2x í viku: krónur 14.900
Mánudag og Miðvikudag kl. 11.00-12.00 eða 12.00-13.00
1x í viku: krónur 9.900
Þriðjudag kl. 14.00-15.00, og föstudag kl. 11.00 – 12.00
Verið óhrædd að senda mér línu ef einhver annar tími hentar betur það má alltaf skoða það – sérstaklega ef hópar koma saman J  Ég mun bara taka ákveðinn fjölda inn á hverja æfingu, svo gæðin fái að njóta sín –skráðu þig strax!
Æfingar verða upp á hlaupabrautinni á Kaplakrika (gæti haft einhverjar í Sporthúsinu – er að skoða það).

ÉG HEF FENGIÐ MIKIÐ AF FYRIRPURNUM VARÐANDI NÁMSKEIÐ SÍÐAR Í SUMAR - OG ER FARIN AÐ TAKA NIÐUR NÖFN SEM HAFA ÁHUGA, SVO EF ÞÚ HEFUR ÁHUGA Á NÁMSKEIÐI SÍÐAR Í SUMAR (ÁGÚST), SENDU MÉR ÞÁ LÍNU Á SILJA@SILJAULFARS.IS .
Það er til mikils að græða.
-        Tímataka í fyrsta og síðasta tímanum svo þú getir séð muninn
-        Styrktarprógram sem gera má heima hjá sér
-        Bættur hlaupastíll og aukinn hraði. Enginn fæðist með góðan hlaupastíl, hann lærist og hann má alltaf bæta.
-        Krakkarnir læra fjölbreyttar æfingar tengdar styrktarþjálfun, liðleikaþjálfun, hlaupastíl og hraða.
-        Ráðleggingar varðandi næringu
Þetta er engin spurning - fjárfestu í íþróttamanninum þínum!
Skráning og frekari upplýsingar veitir Silja í silja@siljaulfars.is
Kveðja Silja Úlfarswww.siljaulfars.is og á facebook