Hraðanámskeið Unglinga

6 vikna Hraðanámskeið Silju Úlfars fyrir unglinga
Ungir íþróttamenn eru alltaf að gera sér betur grein fyrir því hvað þarf til að ná árangri, og sækja því margir í aukaæfingar til að hjálpa þeim að bæta sig og ná sínum markmiðum. Mikill hugur er í iðkendum sem vilja ná betri árangri, enda eigum við Íslendingar frábærar fyrirmyndir í öllum íþróttagreinum, sem sýndi sig nú á Ólympíuleikunum.
Ef þú hefur metnað og vilt bæta þig, þá er þetta 6 vikna námskeið eitthvað sem þú ættir að skoða. Fókusað verður á hlaupastíl, hraða, sprengikraft, styrk, og svo legg ég mikið upp úr meiðslaforvörnum (liðleika- og styrktaræfingum) og réttri líkamsstjórn, en æfingarnar eru mjög fjölbreyttar. Mikið er um það að unglingar (og margir fullorðnir) séu ekki með góða/rétta líkamsbeitingu í ýmsum æfingum og hreyfingum, en þetta er hlutur sem skiptir miklu máli í ferli íþróttamannsins, og það er eitthvað sem þarf að vinna mikið í.
Námskeiðin eru fyrir metnaðarfulla krakka 11 ára og eldri sem vilja bæta sig. 
23. Október – 27. Nóvember
Námskeiðin eru þessa daga:
Þriðjudag kl. 15.00-16.00
Þriðjudag kl. 16.00 - 17.00
Verð aðeins 19.900 krónur.
Frekari upplýsingar og skráning í email silja@siljaulfars.is.
Við skráningu skal taka fram Nafn unglings, kennitölu, símanúmer (unglings og/eða foreldra), og email, ásamt því að taka fram tímabil og hvaða námskeiðis dagur er fyrir valinu.
Ekki missa af þessu námskeiði og skráðu þig strax, takmarkaður fjöldi á hvert námskeið.
Sjáumst
Silja Úlfars
...
Silja Úlfars hefur þjálfað íþróttamenn á öllum aldri úr mörgum íþróttagreinum eins og frjálsum, knattspyrnu, handbolta, og körfubolta. Ásamt því hefur Silja hefur séð um styrktar- og hlaupaþjálfun hjá mörgum félagsliðum, eins og Meistaraflokkum FH í knattspyrnu og núna hefur hún einnig tekið við Meistaraflokkum FH í handknattleik, einnig hefur Silja unnið með Víking, og BÍ/Bolungarvík í knattspyrnu.

Silja er ekki bara hágæða snerpu og hraðaþjálfari heldur er hún einstök manneskja með mikinn metnað. Það hafa verið forréttindi fyrir mig að fá að æfa hjá henni og ég hlakka alltaf jafn  mikið til að koma í frí til íslands til að láta hana þræla mér út. Silja nær að sjóða saman bæði góðar, erfiðar og skemmtilegar æfingar sem nýtast öllum íþróttamönnum sem vilja ná enn lengra í íþrótt sinni. Ég hef bætt styrk minn og hraða umtalsvert eftir að ég byrjaði að æfa hjá Silju og ég get ekki beðið eftir að bæta mig enn frekar.

Margrét Lára Viðarsdóttir landsliðs kona í knattspyrnu



"Ég fann strax mikinn mun á mínu líkamlegu formi þegar ég byrjaði að æfa hjá Silju Úlfarsdóttur. Eftir aðeins 3 vikur var ég búin að auka snerpu og sprengikraft til muna og líkamlegur styrkur var orðin mikið meiri. Eftir að hafa æft heilt undirbúningstímabil hjá henni fór ég aftur út til Noregs til að spila og fann hvað ég var vel undirbúin til að spila í einni bestu deild í heimi.Hver einasta æfing var krefjandi en á sama tíma skemmtileg og ég hlakkaði alltaf til að mæta á æfingu hjá Silju. Það sem mér fannst skína í gegn er metnaðurinn sem hún hafði fyrir mína hönd og að hún lagði sig alla fram til að hjálpa mér að verða betri. Ég myndi mæla með því við alla metnaðarfulla einstaklinga sem langar að ná langt í sinni íþrótt að æfa hjá Silju. Hún er einfaldlega frábær."
Rakel Dögg Bragadóttir, Fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í handknattleik

Auk þess að vera hrikalega skemmtileg er Silja algjör snillingur í sínu fagi og án efa sú allra færasta. Það er virkilega þægilegt að vinna með svona metnaðarfullum þjálfara sem hefur jafn djúpstæða þekkingu í sinni grein.
Mist Edvardsóttir, landsliðskona í knattspyrnu og leikmaður Vals

Silja hefur hjálpað mér ótrúlega mikið í að bæta hlaupastílinn, auka hraðann og snerpuna hjá mér og auðvitað komið mér í fanta gott form. Árangurinn hefur farið fram úr mínum björtustu vonum og er það mikið henni að þakka. Hún er dugleg, skipulögð og mjög metnaðarsöm þegar kemur að æfingum og hvetur hún mann áfram af miklum krafti. Það er aldrei leiðinlegt á æfingum hjá henni enda er hún Hafnfirðingur og með húmorinn í lagi. Ég mæli hiklaust með Silju ef þér langar til að bæta hraða, hlaupastíl og snerpu eða þá bara að vera í góðum félagsskap hjá skemmtilegum þjálfara.
Fannar Hilmarsson, knattspyrnu maður í Víking Ólafsvík

Silja hefur hjálpað mér með að auka vöðvamassa, bæta snerpu og stökkkraft með bæði skemmtilegum og krefjandi æfingum. Hún hjálpaði mér einnig að halda líkamanum í toppstandi út langt tímabil og missa ekki sjónar af markmiðum mínum.
Silja var ein af bestu íþróttamönnum landsins og vann til fjölda verðlauna á sínum ferli, þessa reynslu og þekkingu sem hún býr yfir notar hún til að gera þig af þeim íþróttamanni sem þú vilt vera. Topp þjálfari og frábær karakter!
Ólafur Andrés Guðmundsson, handknattleiksmaður Kristianstad Svíþjóð


Silja er frábær þjálfari og ekki síðri persónuleiki, skemmtileg og með gríðarlega góðar æfingar, sem skila sér vel inní fótboltann. Hún er dugleg að minna á andlegu hlutina líka, sem skipta miklu máli, Silja er ein með öllu og ég gef henni mín allra bestu meðmæli !
Guðjón Baldvinsson leikmaður Noregi


No comments:

Post a Comment