14 June 2011

Að kenna krökkunum styrktarþjálfun - er nauðsyn!

Sæl öll J
Gaman að sjá hvað margir lásu Ofþjálfunar bloggið, þetta var erfitt en mikilvægt tímabil á mínum ferli ... og vona ég svo sannarlega að aðrir læri eitthvað af þessu – vil ekki sjá neinn lenda í þessu veseni.
Ég er með leik á facebook síðunni minni Siljaulfars.is, en ef þú like-ar síðuna, deilir og kvittar á hana þá gætirðu unnið fría fjarþjálfun í mánuð, en ég dreg á morgun (miðvikudaginn 15. Júní). Endilega taktu þátt J
Einnig erum við Margrét Lára með sama leik á facebook síðunni okkar, like á Afreksskólann, deildu, og kvittaðu og þú gætir unnið pláss fyrir 1 í Afreksskólann – en við drögum 17. Júní J

--- 

Við Margrét Lára erum að fara af stað með Afreksskólann okkar næsta mánudag, og erum hund spenntar fyrir þessu. Hugmyndin af skólanum okkar kom þegar við vorum að ræða hvað það eru nú margir þættir sem koma að því að verða góður í þinni grein, og oft er ekki hægt að sinna öllum þessum þáttum í gegnum félögin, þar sem þjálfarinn fær kannski ekki þann tíma sem hann vill með unglingunum og notar því tímann bara í fótbolta (eða þá íþróttagrein sem við á), eða þjálfarinn hefur bara ekki þekkingu á öðrum þáttum sem þarf. Því ákváðum við að prófa að prófa að keyra af stað með Afreksskólann, þar sem krakkarnir geta lært góða knattspyrnu tækni, ásamt því að læra um hraða, snerpu, styrktarþjálfun og líkamsstjórnun. Við ákváðum að hafa fleiri æfingar yfir daginn, og einbeita okkur þá frekar að einstaklingunum, að hafa ekki marga saman í hóp, þannig getur hver og einn fengið persónulega leiðsögn, þannig læra íþróttamennirnir best.  Þú getur kynnt þér Afreksskólann betur hér!
---
Ég hef oft pælt í því hvernig þjálfun fer fram hjá íþróttafélögunum, þá sérstaklega fótbolta og handboltaþjálfun, því þá þjálfun hef ég umgengist mest, mér finnst vanta ýmislegt upp á til að hægt sé að ná sem mestu úr hópunum, það er ungu íþróttamönnunum.  Ég sé að það vantar þónokkuð upp á heildar þjálfunar pakkann, jú krakkarnir læra allt um handboltann og fótboltann, en eiga þau bara sjálf að sjá um líkamann, og næringuna? Er þetta ekki svoldið stórt atriði til að bara gleyma eða setja til hliðar?
Þú getur verið með einhvern sem er hrikalega efnilegur í barna og unglinga flokkunum, en svo kemur að því að líkaminn tekur kipp og stækkar hratt, eða þú ferð upp um flokk og álagið eykst, og viti menn þá meiðast ansi margir. Af hverju er það? Ég er enginn fræðimaður en ég myndi giska á að ef góð líkamsþjálfun fylgdi fótbolta-/handbolta prógramminu þá myndum við sjá færri meiðsli.
Vandamálið er samt einnig að það er ekki bara nóg að segja krökkunum að gera hlutina og láta þau læra hvert af öðru, því ef einn þykist kunna æfinguna en gerir hana vitlaust – þá læra allir hana vitlaust af honum. Þjálfarar þurfa að kenna íþróttafólkinu æfingarnar, og leiðrétta þær reglulega, svona byggjum við upp afreksmenn framtíðarinnar.
Ég hef verið að þjálfa mikið af íþróttamönnum, á öllum aldri, frá 11 ára og upp úr, og er alltaf jafn hissa þegar ég sé að fólk kann bara ekki einföldustu hluti, mér finnst þetta vera ábyrgð íþróttaþjálfarans að kenna þessa hluti, en vandamálið er oft að þjálfarinn kann bara ekki að kenna þessa hluti, eða kann þá ekki sjálfur. Þá er oft gott að fá aðra þjálfara til að hjálpa sér, þú getur ekki þóst vita allt. Mér finnst að öll íþróttafélög ættu að hafa styrktarþjálfara sem sér um þessa hluti hjá félögunum, þó það væri ekki nema taka þjálfarana á æfingu og kenna þeim þessa einföldu hluti sem ekki allir kunna.
Ég er einmitt að þjálfa hóp af strákum núna í kringum þrítugt, og þetta eru allt strákar úr fótboltanum eða körfuboltanum. Flestir hafa nú lagt skónna á hylluna, en þeir vildu gera eitthvað öðruvísi en bara lyfta lóðunum í Sporthúsinu og hittumst við því út á hlaupabraut 2x í viku og þeir æfa eins og íþróttamenn. Annan daginn vinnum við meira í hlaupa þrekhring, og hinn sprettum og sprengikrafts æfingum. Ég hef rosalega gaman af þessum æfingum því þeir eru tilbúnir að læra og leggja á sig ýmislegt. Um daginn þá byrja þeir að tala um hvað þeir eru að læra og hvað þetta hefði gagnast þeim ef þeir hefðu lært þessa hluti fyrr, lært að hlaupa rétt og hratt, læra grunnæfingarnar og skilja hvernig á að stjórna líkamanum betur.
Einnig sé ég þá og aðra gera einföldustu æfingar vitlaust, mér finnst til dæmis að allir íþróttamenn eigi að kunna ákveðin atriði við 15 ára aldur og það eru meðal annars – framstig, hnébeygja, hliðarstig, afturstig, uppstig, góðar kviðæfingar (skilja hvenær þær virka), armbeygjur, bakæfingar og upphýfingar, svo ekki sé talað um að hoppin – það er að lenda rétt – það skiptir miklu máli. Mín skoðun er að íþrótta þjálfararnir eigi  að kenna íþróttamönnunum þetta í gegnum barna- og unglinga starfið.
Kannski er einmitt spurning um að það þurfi að gera svona „námsskrá“ fyrir líkamsþjálfun innan íþróttagreinanna, skilst að sum félög séu með svoleiðis varðandi bolta íþróttina.
Íþróttafélögin verða að passa sig að gleyma ekki að hugsa um líkamann á iðkendum, þú vilt halda iðkendum meiðslafríjum og sterkum, því er góð og skynsöm styrktarþjálfun frábær með, það græða allir á því!

Krakkarnir geta lært þessi atriði í Afreksskóla Margrétar Láru og Silju Úlfars!

13 June 2011

Ofþjálfun ... Helvítis ofþjálfun!

Ég skrifaði um daginn pistilinn Hvað ef ...?“ og þar kom ég aðeins inn á það að ég hefði farið aðeins yfir strikið í æfingum og því öllu og endað í ofþjálfun.
Ég heyri fólk oft tala um ofþjálfun eins og það sé „no big deal“, en ég fæ bara hroll þegar ég heyri ofþjálfun, því þetta var hrikaleg upplifun og ég hefði frekar viljað fótbrotna á báðum heldur en að lenda í þessu, þá hefði ég verið fljótari að jafna mig á þessu öllu saman!!!
Ég ætla að segja þér frá minni reynslu, kannski blogg í lengra laginu - en svona er sagan! :)
Byrjum á byrjun
Á hlaupum með gifsið

Árið 2006 var ég búin að ná lágmarki á Evrópumeistaramótið í frjálsum, og ég æfði allan veturinn eins og mother fucker. Ég var að æfa í Atlanta þá með heims- og ólympíumeisturum og þetta var geðveikt, það skemmtilegasta sem ég hef gert, að vinna við að æfa ógeðslega erfiðar æfingar. Þetta árið var ég í geggjuðu formi og við settum markmiðið á úrslitin á EM – sem var vel raunverulegt enda var ég að hlaupa eins og engill... Well þá auðvitað meiddist ég í fyrsta sinn á ferlinum – reif Rectus Femoris framan á læris vöðvann í 100m grindarhlaupi sem ég var skikkuð til að hlaupa fyrir landsliðið, og 3 vikum síðar þá handabrotnaði ég í grindarhlaupi þegar ég var í æfingabúðum á Ítalíu. Well ég fór auðvitað ekki á EM, þótt mér bauðst það ... Keppti heima á Íslands- og bikarmeistaramótinu í gifsi, en lagði ekki í erlendar keppnir ekki 100%.
En já þar með var draumurinn úti – ég var miður mín ... En það var ekkert við þessu að gera svo ég hristi þetta af mér ákvað að ég ætlaði að massa næsta vetur og þegar öll meiðsli voru gróin þá hófust æfingar á fullu. Þá var æfinga fyrirkomulagið orðið þannig hjá mér að ég var úti í rúma 3 mánuði að æfa, og kom svo heim í svona 4-6 vikur og æfði þar. Þannig að kannski var erfitt að fylgjast alminnilega með hungraða úlfinum sem ég hafði breyst í, en Heimsmeistaramótið var 2007 og ég var mjög nálægt því lágmarki.
Þegar ég fór yfir línuna
Einn daginn var ég að taka erfiða æfingu hér heima, ég man ég var þreytt þennan dag, en ég vildi ekki sleppa æfingunni því á blaðinu stóð ég ætti að gera þetta, og enginn þjálfari var með mér (ég hefði breytt æfingunni ef ég hefði verið að þjálfa mig)... Nema ég þýt af stað og píni mig áfram – svo kemur að því að ég fæ einhvers konar hjartatruflun og hníg niður, ég fann að hjartslögin breyttust, urðu rosalega hröð og ég bara hneig niður. Einhver sér mig og hjálpar mér upp, og spyr hvort ég sé í lagi, og ég stóð upp og sagði „Hey ef ég hníg niður aftur hringdu þá bara á sjúkrabíl“ og fór svo og KLÁRAÐI ÆFINGUNA - i know fullkomlega eðlilegt! Oki ... þetta er það heimskulegasta sem ég hef gert! Ég vil meina að þetta hafi fleygt mér yfir línuna, auðvitað átti ég þarna að fara og láta kíkja á mig og taka mér svo nokkra daga hvíld! Daginn eftir var ég aftur mætt á æfingu, og var þá rosalega þreytt og óglatt en ég kláraði æfinguna ... Ég vil meina að þessir tveir dagar hafa verið örlagavaldar í mínum ferli – ég fór vitlaust að – ég vissi ekki betur – hver æfing skipti mig of miklu máli, ég hafði misst af EM draumnum og nú var ekkert að fara að koma í veg fyrir HM drauminn.
Þegar fór að ganga illa

Ég fór aftur út til USA skömmu síðar, og þá var allt orðið svo erfitt, ég vil meina að ég hafi verið komin yfir þröskuldinn, líkaminn og hugurinn þoldu bara ekki meira. Ég átti erfitt með að skokka 2 hringi, alltaf reyndi ég að pína mig áfram, ég man að ég grét mikið, hvað allt var erfitt.  Ég keppti svo í 400m á einu móti og man hvað það var erfitt hlaup, og hvað ég hljóp hægt, hljóp ekki svona hægt í mínu fyrsta 400m hlaupi ever. Ég kem svo heim á Íslandsmótið, og ætlaði að keppa í einhverjum 3-4 greinum. Hljóp 60metrana og ég black-outaði eftir aðeins 30metra, ég kláraði hlaupið en ég man ég sá ekkert, ég hætti bara að hlaupa þegar ég hætti að heyra skrefin hjá hinum, og svo stóð ég bara í markinu og beið eftir að einhver næði í mig, ég sá ekkert. Þá fór nú fjölskyldunni og þjálfurunum hér heima ekki að lítast á blikuna og sendu mig til læknis sem sendi mig í einhverjar rannsóknir. 
Læknarnir
Ég fór til hjartalæknis þegar ég hafði gubbað út úr mér að ég hefði fengið eitthvað hjartaflökkt, og ég fór í þrekpróf og blóðprufur, en alltaf kom ég út sem heilbrigður karlmaður. Svo ég var send heim að hvíla, en læknarnir skildu ekkert í þessu því testin mín voru rosalega flott, en svo sáu þeir að ég gat ekki labbað upp stigann á spítalanum. Einn daginn þegar ég var búin að hvíla í viku, og bara sofa, borða mikið og hvíla mig ákvað ég að fara á æfingu upp í Hress, ætlaði að sjá hvernig ég væri og byrjaði að labba rólega á brettinu (á sko fáranlegum hraða svo hægt), nema það leið yfir mig og ég dett niður á brettinu ... Man ég sá mig í spegli og ég var svo hvít í framan – það var nokkuð scary. Nema ég hringi í hjartalækninn sem hafði skoðað mig, og hann sendir mig upp á Bráðamóttöku. Pabbi nær í mig þar sem ég gat ekki keyrt bíl og hafði ekki gert það alla vikuna vegna þess ég var alltaf við það að líða yfir mig, en ég treysti mér ekki heldur til að fara ein út að labba út af yfirliði, man það leið yfir mig þegar ég sótti póstinn einn daginn.
En ég mæti upp á bráðamóttöku og þar tekur við mér hópur af læknum og gerðu öll test á mér, ég fór í röntgen, tóku úr mér slagæðablóð, og ég veit ekki hvað og hvað, en alltaf kom ég út eins og heilbrigður karlmaður – enda fílhraust! Svo niðurstaðan hjá öllum þessum læknum var að ég hefði augljóslega keyrt mig út og þyrfti núna bara að hvíla mig eins og líkaminn þyrfti. Ég hvíldi í 3 mánuði og fór þá að geta æft rólega, man að mín dagsverk voru að leggja mig 1-2x yfir daginn, og borða nógu mikið – og var fylgst með mér hvort ég borðaði ekki örugglega, þar sem ég hafði bara ekki staðið mig í næringunni og hvíldinni.
Æfingar aftur
Ég byrjaði svo rólega að æfa eftir þetta, man að ég var vön að hlaupa 200m spretti easy á svona 27-28 sek, og núna voru þeir á um 45 sekundur til að byrja með. Einnig hafði hlaupastíllinn minn breyst, ég virðist hafa tekið taugakerfið alveg úr sambandi í þessari ofþjálfun, en ég hljóp öðruvísi og þurfti að koma því öllu í lag aftur. Ég þurfti að vera þolinmóð á þeim tíma, og keppti ekki mikið þetta árið en keppti á Smáþjóðaleikunum (vann 400 grind þar sem var mikill sigur), keppti á Bikarnum og Íslandsmótinu, það voru mín markmið, að vinna þau mót. Sem ég svo gerði sem betur fer, og var það sigur fyrir mig, að komast aftur í gang eftir það. Ótrúlegt að ég skildi hafa getað keppt á þessum mótum, þar sem aðeins nokkrum mánuðum áður gat ég ekki farið út að labba, en grunnurinn blundaði ennþá í mér - ég var búin að leggja inn í bankann, og hvíldin náði því út!
...
Ég fann að eftir þetta hafði líkaminn minn breyst, ég hafði ekki eins háan æfinga þröskuld. Ég lærði á líkamann minn, núna þekki ég mín takmörk, ég finn hvenær ég fer að dansa á línunni og er alveg að fara að gera of mikið, og um leið og ég fæ þá tilfinningu þá bara hætti ég og fer heim að leggja mig og borða vel. Það var erfitt að reyna að koma með alminnilegt come-back eftir þetta, þar sem ég þoldi ekki æfingaálagið eins, og ég var skiljanlega smá hrædd. Ég finn að ég er ekki laus við þetta og þetta blundar í mér ef ég fer í of mikið álag, og það þarf ekki að vera bara æfinga álag.
T.d. síðasta sumar þegar ég vann á Stöð 2 þá var mikið vinnuálag (ég var ekki vön svona álagi), og ég var með 1 árs gamalt barn sem ég var með samviskubit að vera ekki hjá 24/7, en ég kláraði sumarvinnuna í september og þurfti svo að taka mér rúmlega mánaða frí, þar sem ég var komin yfir strikið, og var komin í „ofþjálfun“, var komin með öll einkennin aftur, en bara vægari, og fór til sömu læknanna og þeir fengu bara de-ja-vú!
Svo þetta er augljóslega eitthvað sem mun bara fylgja mér, ég þarf bara að hlusta vel á líkamann minn, þarf að vera skynsöm og hugsa vel um mig, ég bara verð að fá svefninn minn, ég verð að borða vel og reglulega, annars dett ég yfir línuna.
Einkenni
Það er mikilvægt að vita einkennin, þótt mín saga sé rosalega extreme, og veit ég ekki um neinn sem hefur lent svona illa í þessu, en þá er vægari ofþjálfun ekki góð heldur.

-          Orkulaus, alveg búin á því
-          Gengur allt í einu illa, allt er erfitt
-          Missir áhugann á íþróttinni
-          Svefnleysi
-          Missir matalistina
-          Pirringur
-          Fleiri minniháttar meiðsli
-          Þunglyndi
-          Verkjar í líkamanum, og vöðvunum
-          Höfuðverkir
-          Og þörfin að verða að æfa!
Allir geta fundið eitthvað á þessum lista sem passa við sig, en það þurfa að vera mörg, nánast öll einkennnin.
Hvað á að gera?
-          Hvíla sig vel
-          Taka nokkra daga frí frá æfingum
-          Drekka nóg af vökva
-          Fara í nudd
-          Fara í ísböð
-          Gera eitthvað annað en að æfa þínar típísku æfingar.
-          Minnka álag á þig, ekkert stress.
Aðal atriðið er að hvíla sig nóg og gefa líkamanum það sem hann þarf, nærast vel og drekka nóg af vökva.
...
Öll erum við misjöfn og þolum mis mikið álag, þess vegna er mikilvægt að allir íþróttamenn læri á sinn líkama og hvað hentar þeim, og hvað þau þola. Ég lærði mikið af þessu og vildi óska þess að þetta hefði ekki komið fyrir mig, en ég passa vel upp á mitt íþróttafólk og er fljót að kippa þeim niður á jörðina ef þau ætla sér til of mikils (þið getið spurt afreksmennina sem ég hef verið með hjá mér). Ég vil ekki sjá að neinn lendi í þessu, þetta var erfitt, og ég er ekki laus við þetta ennþá 4 árum síðar.

Kæri íþróttamaður í guðanna bænum lærðu af mér og mínum mistökum og ekki lenda í svona vitleysu.
Gangi þér rosalega vel!

12 June 2011

Afrakstur vikunnar í styrkjum...

Aðeins í framhaldi af síðasta bloggi um Styrki - þá ætla ég að sýna ykkur afrakstur minn í vikunni :)

Þegar við Margrét Lára ákváðum að fara af stað með Afreksskóla Margrétar Láru og Silju Úlfars þá setti ég mér markmið varðandi styrktaraðila. 
Draumurinn var að allir fengu næringu eftir æfingu, að við yrðum í ákveðnum einkennis búningum, og okkur vantaði smá áhöld. Ég fann svo fyrirtækin sem við Margrét erum hrifnastar af og heyrðum í þeim ...

Þetta varð niðurstaðan!

Allir íþróttamenn á námskeiðinu fá Hleðslu eftir hverja æfingu! En við vildum að íþróttamennirnir fengju góða næringu strax eftir æfinguna, en í Hleðslu eru 22 g af hágæða mysupróteini sem henta til vöðvauppbyggingar sem er mikilvægt eftir æfingu.


 Næst var það fatnaður, en við erum báðar að fíla Cintamani í botn, svo þá var bara næst í stöðunni að skjótast uppeftir og tala við bossinn sem auðvitað gat ekki sagt nei við okkur skvísurnar :)

Loksins eignast ég góða úlpu, ég meira að segja keypti mér svona vetrarúlpu (búin að bíða eftir henni í minni stærð - enda vinsæl flík), og er svo fegin að geta lagt niður öllum ljótu þjálfaraúlpunum mínum :) jibbí cola!

Ég er mesta kuldaskræfa í heimi, en núna er kominn tími á að mér verði hlýtt... í Cintamani of course!



Við Margrét ræddum einnig um íþróttafatnað, en hún er styrkt af Puma og ég af Adidas svo ég gerði mér góða ferð upp í búð og fékk að kippa með mér nokkrum hlutum af rekkanum!

En ég elska Adidas fötin mín, ég þjálfa allan daginn og um helgar einnig og er því laaaang oftast í íþróttafötum, og veitir ekki af því að eiga mikið af þeim, og sem betur fer eru Adidas fötin þau þægilegustu í bransanum :)




Þá er það stóri bónusinn fyrir svona þjálfar nörd eins og mig ... og takið eftir þjálfarar það er komin ný Dótabúð fyrir okkur, og hún heitir Sport-Tæki og er staðsett í Hveragerði, en klárlega ferðarinnar virði! Ég setti myndavélina í hleðslu og ætlaði að sýna ykkur úrvalið þarna þar sem ekki allt er komið inn á heimasíðuna ennþá, en ég gleymdi vélinni heima í hleðslu ...

En hér er það sem ég fór með heim í gær ... Ég er sko algjör dóta kelling þegar kemur að öllu svona íþróttadóti, og ég er að þjálfa upp í Sporthúsi, Kaplakrika og á fleirum stöðum og þá er oft gott að eiga hlutina bara sjálf!

En já þetta er afraksturinn frá frábærum Styrktaraðilum Afreksskóla Margrétar Láru og Silju Úlfars og kunnum við heldur betur að meta þetta allt saman og verður þetta allt notað brjálæðislega mikið :)

Við þökkum kærlega fyrir okkur :)

Annars vona ég að þið eigið góða frí helgi, við Sindri minn höfum það allaveganar gott og erum búin að taka æfingu í tilefni dagsins :) Hann er 2ja ára og alveg með þetta :)

 Hafið það gott!

11 June 2011

Styrkir

Styrkir eru mjög mikilvægir fyrir íþróttafólk, sérstaklega þá sem eru í einstaklings íþrótt, þar sem það þarf oft sjálft að fjármagna búningana, skóbúnaðinn, mótin, ferðalögin, fæðubótaefnin og margt fleira. Kosturinn við að vera í liði er að flest af þessu fá íþróttamenn í gegnum félögin sín. En þó má alltaf gera auka einstaklings samninga.
Það sem mér finnst íþróttamenn þurfa að skilja betur er að þetta er ekki one-way-street, þú færð eitthvað, en styrktaraðilar þurfa að fá eitthvað í staðinn J Þú þarft að læra að meta styrkina, þetta er sko ekki sjálfsagður hlutur, og einnig að kunna að biðja um þá J
Allt of margir þora einfaldlega ekki að spyrja, og hvernig ætlar þú að næla þér í styrki ef þú eða enginn spyr fyrir þig. En það er ekki nóg bara að fara að spyrja, þú verður að sýna að þú getir eitthvað og sért sterkur character, þannig þarft þú að sannfæra fólk af hverju þú átt að fá styrkina, svo meta fyrirtækin hvort þú henti þeim eða ekki, og ef þú færð nei, ekki hætta og/eða móðgast, þá leytarðu bara á næstu mið!
Ég hef verið rosalega heppin með styrktaraðila í gegnum tíðina og ég held ég hafi náð mér í þá flest alla sjálf, ég hringdi, eða fór uppeftir og talaði við eigendurna eða þá sem eiga í hlut og bara spurði J Enda hef ég alltaf verið ófeimin við svona, fólk segir þá bara nei takk, en ég hef sem betur fer ekki lent oft í því.
Þegar þú ætlar þér að fara að sækja um styrki ... Þá skaltu fyrst gera lista af hlutum eða öðru sem myndu hjálpa þér að ná árangri, og myndi spara þér pening, eins og t.d. matur, fatnaður, áhöld, nudd, aðstöður og þess háttar. Svo skaltu finna út hvaða vörur henta þér og setja þær efst á listann. Best finnst mér að mæta á staðinn og tala við eigendur eða þá sem eiga í hlut, og vera með afrekaskrá með þér, með myndum í. En ef þér finnst það alveg agalegt að mæta einhvers staðar og biðja um eitthvað,  þá skaltu búa til flott skjal um þig og þinn árangur, og senda email á réttu aðilana (þess vegna hringja uppeftir og spyrja hvert þú eigir að senda skjalið). Ef þú færð neitun, þá er það bara þannig og þú heldur áfram. Þú færð auðvitað ekki allt sem þú vilt, en það sakar ekki að reyna.
Ég skal gefa ykkur dæmi um mig að leyta af styrkjum :)
Þegar ég var að æfa sem mest þá vildi ég fá heitan mat í hádeginu þar sem ég ég gat bara æft inni í frjálsíþróttahöll um kvöldmatarleytið, ég fann svona asískan stað í Hafnarfirði sem hentaði mér vel. Ég fékk að hitta eigandann (sem átti ekki von á mér og ég hafði aldrei hitt áður), og sagði bara „Hæ Silja Úlfarsdóttir heiti ég, ég er fljótasta kona Íslands, er að stefna á Ólympíuleikana og langar að borða hér frítt í hádeginu!“ Kallinn starði bara á mig eins og ég væri biluð, en ég rétti honum nafnspjaldið mitt og sagði honum að googla mig og hringja svo í mig, mig langaði að koma að borða á morgun J Hann hringdi svo klukkutíma síðar og bauð mig velkomna í frían hádegismat hvenær sem er, honum fannst taktíkin mín rosalega fyndin, en hann var einmitt búinn að vera að hugsa að honum vantaði einhvern íþróttamann til að auglýsa matinn sinn og svo labbaði ég inn af algjörri tilviljun. En ég auglýsti eins og ég gat fyritækið, talaði mikið um það og skrifaði um það, og át þar með bestu list!
Annað dæmi J
Ég hringdi í eiganda stórs fyrirtækis, en frændi minn hafði unnið aðeins hjá honum, og ég vissi að hann vissi hver ég væri. Ég hringdi í hann og var hress og kát, og hann var farinn að brosa (heyrði það í gegnum símann), og svo gerði ég honum rosalega gott tilboð og sagði „Mig langar að bjóða þér að styrkja verðugt málefni“ sagði ég, og hann spurði hvað það væri ... „Ég!“ Hann hló og hló og sagðist ekki geta sagt nei við þessu, og ég fór á launaskrá hjá fyrirtækinu í 2 ár! Ég fékk fatnað hjá þeim og allskonar dót sem ég gerði sýnilegt og þakkaði þeim alltaf fyrir stuðninginn í öllum viðtölum sem ég fór í (ekki alltaf birt en ég reyndi!).
Þetta þarf oft ekki að vera flókið, en þarna var ég á toppnum, svo það var kannski auðveldara að fá styrkina, maður þarf að meta hvar maður stendur auðvitað.
Í dag er ég hætt að keppa, þjálfa íþróttamenn daginn inn og daginn út, og ég kann þetta ennþá J Ég er komin með mörg góð sambönd sem ég nýti mér, og þannig get ég hjálpað mér og öðrum íþróttamönnum hjá mér.
Það er ótrúlegt hvað styrkir geta hjálpað manni að ná árangri (hvort sem það er fyrir sjálfan sig eða fyrir aðra!). En þið þurfið að kunna að meta þá hjálp sem þið fáið, og auglýsa það vel!!!
Gangi ykkur vel :)  

10 June 2011

Armbeygjur


Ekki flókið!

Af hverju sé ég bara örfáa sem kunna að gera armbeygjur ... verð að játa að þetta fer óstjórnlega í taugarnar á mér ... Af hverju kennir enginn þjálfari íþróttamönnum sínum armbeygjur, það er ekki nóg að segja bara við krakka "gerðu 10 armbeygjur" en ekki kenna þær! Þar af leiðandi lærir fólk að gera þær vitlaust og gerir þær vitlaust í mörg ár þangað til þau kynnast einhverjum frábærum þjálfara sem nennir að leiðrétta og laga. Ég held líka að íþróttafólki finnist armbeygjur yfirleitt leiðinlegar þar sem þær eru notaðar sem "refsing", og þá vill fólk bara flýta sér að gera þær þar sem þetta er refsing, og engum finnst gaman að láta refsa sér.


Þú myndir halda að það væri auðvelt að staðsetja hendurnar á réttum stað, að vera með líkamann þráðbeinann og fara niður og aftur upp, en fólk gerir þessar klassísku vitleysur í armbeygju, rassinn of hátt uppi, hendurnar hliðina á eyrum en ekki brjóstkassanum, hausinn langt niður, rykkja niður (engin stjórn), bylgjast upp og niður í armbeygjunum.


Ég nota armbeygjur mikið á æfingum, og finnst þær snilldaræfingar til að þjálfa efri búk með eigin líkamsþunga, enda frábær æfing fyrir hendur, axlir, brjóstvöðvana og kviðinn. En það eru til ansi margar útgáfur af armbeygjum svo þú þarft ekki að verða þreytt/ur á þeim. Samt alveg magnað hvað armbeygjur virðast aldrei vera auðveldar.

Ég fann snilldar mynd á netinu sem sýnir hvernig þú getur breytt vöðva áherslum með því að breyta handarstöðunni.


Ég fékk félaga minn Fannar Karvel  einkaþjálfara upp í Sporthúsi til að sitja fyrir á nokkrum myndum fyrir mig, en við brainstormuðum aðeins um fleiri útgáfur af armbeygjum svo það sé hægt að gera endalaust af þeim :)  Hér er smá sýnishorn!
 
Með annan fótinn uppi

Þröngar armbeygjur
  
Mynda þríhyrning með höndunum
  
Spider push up
 
Hendur upphækkaðar
 
Á medizin bolta - rúllar boltanum á milli endurtekninga
  
Báðar hendur á medizin bolta
 
Fætur á feitum bolta

Gott að byrja svona í upphækkuðu, má vera með hendur á bekk einnig

TRX armbeygjur, erfiðara

Öfugar armbeygjur, tosar þig upp, góð tilbreyting

Á handlóðum
 
T-armbeygjur
  Já það er ýmislegt til, og það er svoldið sport að vera góður að gera armbeygjur og geta gert mikið af flottum armbeygjum. Ég skal alveg viðurkenna þegar ég sé fólk gera margar góðar armbeygjur þá fæ ég svona "hummm þessi nær að stjórna líkamanum vel" sem er brjálað hrós frá mér :)

En hafið það gott og góða skemmtun að prófa nýjar armbeygjur!

Vandaðu þig - þessar "litlu" æfingar skipta einnig miklu máli -
og ef þú ert þjálfari .... taktu þig á í armbeygju kennslu!

09 June 2011

We are all in this together!



If you're trying to achieve, there will be roadblocks. I've had them; everybody has had them. But obstacles don't have to stop you. If you run into a wall, don't turn around and give up. Figure out how to climb it, go through it, or work around it. Michael Jordan

08 June 2011

Hvað ef ...?

Hlynur Bæringsson skrifaði svakalega góða grein á bloggið sitt þann 5. Febrúar á þessu ári, þar sem hann talaði um Eftirsjá íþróttamannsin – þið getið lesið bloggið hér. Þessi grein hefur setið í mér síðan ég sá þetta og hugsa ég reglulega um það sem hann sagði því þetta á við marga íþróttamenn.

Hlynur er að tala um hvort hann hefði getað gert betur á sínum ferli? en hann spilar nú í Svíþjóð með Sundsvall og hefur gengið vel. En þegar hann lítur til baka þá virðast vakna hjá honum margar spurningar, hvar hann hefði getað endað ef hann hefði æft aukalega, hlustað á þjálfarann, og fleira í þeim dúr. Mér finnst þetta brilliant og einlægur pistill hjá honum, og finnst góð lesning fyrir allt okkar íþróttafólk.
Hann segirég fékk frábær tækifæri til að læra af mönnum sem vissu og vita enn meira en ég um leikinn. Hvernig á að spila hann og hvað þarf til. Því miður hlustaði ég ekki alltaf og forgangsraðaði ekki rétt.”
Þegar þú hittir góða þjálfara áttu að reyna að læra sem mest af þeim öllum, en það þýðir samt ekki að allir hafi rétt fyrir sér, þú verður svo að vinna úr þeim upplýsingum sem þú færð og tileinka þér það sem hentar þér, þótt einhver sé þjálfari þá veit hann ekki alltaf best (jesúss nú fæ ég skammir frá þjálfurunum í email).
Einnig segir hann  „Þær spurningar sem ég hef spurt og það sem ég hef talað um eru allt hlutir sem ég verð að lifa við, get ekki breytt því sem liðið er. Ég get gefið ungum íþróttamönnum sem hafa einlægan áhuga á því að ná langt það ráð að forðast það að þurfa seinna meir að velta fyrir sér "hvað ef?" spurningunum. Gera þetta eins vel og hægt er, hafa íþróttina algjörlega i fyrsta sæti því það dugir ekkert minna. Það verður enginn sérstaklega góður af því að æfa 3-4 sinnum í viku, klukkutíma í senn.“
Þetta er frábært ráð frá frábærum íþróttamann til ykkar, takið þetta til ykkar!
---
Eftir að ég las þennan pistil settist ég niður og hugsaði hver eru mín „hvað ef“, og þá fattaði ég að mín voru allt önnur en hans.

Ég fór offari í öllu, ég gerði of mikið af öllu, ég ætlaði að ná svo langt að ég fór aðeins yfir strikið, og kolféll um sjálfan mig og endaði í svakalegri ofþjálfun sem ég er ennþá að glíma við í dag (en það eru 4 ár síðan).
Það var það sem kláraði minn feril, ég æfði of mikið, ég hugsaði vel um líkamann að mörgu leyti, hugsaði vel um hugarþjálfunina, og var nokkuð góð í næringunni, en ég sé núna að ég skildi ekki nógu vel hvað góð hvíld og næring skipta miklu máli.
Ég tók allar aukaæfingarnar, ég hlustaði á alla þjálfarana og lærði af þeim það sem ég gat lært, ég gerði þetta auka sem til þurfti, ég borðaði hollan mat – en allt of lítið af honum (allt of fáar hitaeiningar yfir daginn), ég hvíldi mig ágætlega en ekki nóg, ég svaf ekki nóg, og þar með náði líkaminn ekki að jafna sig nógu vel milli æfinga, en ég var í erfiðum æfingum. Ég endaði í ofþjálfun – og það af verri kanntinum, hef ekki heyrt um neinn sem endaði eins illa og ég, en ég mun blogga um það eftir helgi.
Þess vegna er ég nánast paranoid þegar ég sé þreytumerki á íþróttamönnum, ég vil helst vita hversu mikið þeir æfa sem æfa hjá mér, ég hef oft stoppað fólk af og einfaldlega bannað þeim að fara á aukaæfingar, og sent þau frekar í heita pottinn eða pantað fyrir þau nudd.
Öllu má nú ofgera og þú sem íþróttamaður þarft að finna línuna sem þú þarft að dansa á til að ná árangri, það skiptir miklu máli fyrir alla að læra á líkamann sinn, að hlusta á hann, og vita hvað hann þarf, því ef líkaminn er bensínlaus þá kemstu nú ekki langt! Það þarf að hugsa um svo marga þætti, og ekki gleyma að hafa gaman af, íþróttir eru skemmtilegar, það er gott að taka íþróttina alvarlega, en það má ekki vera langt í gamanið og allir þurfa einnig smá kæruleysi...
Vil að þú lærir af þessum reynslusögum ...
Gangi þér vel!