26 February 2012

Sigurvegararnir eru ....


Jæja þá er þetta komið í ljós, búin að draga úr stórum hópi frábærra íþróttamanna úr öllum íþróttagreinum!

Aðeins tveir geta hreppt "stóra" vinninginn, það er frí þjálfun hjá mér, Adidas fötin, fæðubótaefnin frá Líkama og Lífsstíl, og mánaðarkort í Sporthúsið. Ég dró út stelpu og strák þar sem mig langar að sjá hvað þau geta bætt sig mikið.

Upp úr pottinum komu
Gísli Páll Helgason – knattspyrna
Þorgerður Anna Atladóttir – handbolti

Og mun ég senda þeim línu og við munum byrja sem fyrst :) En ég/við munum blogga um æfingarnar og hvernig gengur hjá okkur á æfingunum og allt í kringum þetta ef þið viljið fylgjast með, þá fylgist þið með þessari síðu :) 
 http://siljaulfars.is

Ég fékk umsóknir úr svo mörgum íþróttagreinum og hefði alveg viljað prófa að þjálfa íþróttamenn úr greinum sem ég hef ekki þjálfað áður, svo ég dró aukalega 3 íþróttamenn sem mig langar að bjóða að mæta á æfingar hjá mér í mánuð, svo lengi sem þið komist á þeim tímum sem ég er að þjálfa J Ég mun senda ykkur email J

Stefán Pálsson – fimleikar
Arnar Snær Hákonarson – golfari
Pétur S. Sigurgeirsson – maraþon

Ef þú vilt bæta þig í hraða og sprengikraft, líkamsstjórnun og/eða læra að hlaupa ... þá heyrirðu í mér
 silja@siljaulfars.is 

Ég á laus pláss í eftirfarandi tíma, en það eru 4-6 í hverjum tíma:
Mánudögum kl. 10 og 11
Þriðjudögum kl. 11
Miðvikudögum kl. 10
Fimmtudögum kl. 11

Ef þið viljið skoða einhverja aðra tíma þá heyrið þið bara í mér, silja@siljaulfars.is

Einnig hef ég verið með nokkra íþróttamenn í fjarþjálfun í hraða- og sprengikrafts þjálfun ef það myndi henta þér þá heyrirðu í mér J Þá hittumst við 1x og tökum tímann á ykkur og lærum helstu atriði og allar æfingarnar!

Læt þetta duga í bili - Aftur takk fyrir þátttökuna allir!


No comments:

Post a Comment