17 May 2011

Ný Verkefni :)

Það er fátt skemmtilegra en að takast á við ný og spennandi verkefni. Núna er ég með nokkur slík í höndunum, en eitt þeirra er ég alveg ótrúlega spennt fyrir - en ég mun segja ykkur meira frá því bara á næstu dögum ... dadadadammmmmm

Mér finnst það forréttindi að vinna svona skemmtilega vinnu, að vinna mín sé að vinna í íþróttafólki og hjálpa þeim að ná sínum draumum og markmiðum - gerist það eitthvað betra???

Ég átti fínan feril, er ánægð með mitt, veit ég hefði getað gert betur og stundum er erfitt að horfa aftur og hugsa HVAÐ EF - en það er auðvitað bara bannað - því ég kunni og vissi ekki betur þá!
Hún Helga Margrét Þorsteinsdóttir sjöþrautakona og okkar stærsta von Íslendinga setti einmitt mynd á facebookið sitt af quoti sem hún fann í æfingabúðum í USA. (alveg ekta kaninn að vera með svona quote)
En fylgist endilega með bloggi Helgu Margrétar - hún hleypir manni alveg inn í heim afreksmannsins http://nunnurnar.com/

En auðvitað á maður ekki að hugsa svona, en ef ég horfi til baka þá sé ég frábærar minningar, frábærir hlutir sem ég upplifði og fékk að prófa, lærði mikið og ég náði góðum árangri á mörgum sviðum.

Ég hugsa að ég sé svona æst að sjá aðra íþróttamenn ná sínum árangri því ég veit að ég hefði getað gert betur, og eins og ég sagði í síðustu blogg færslu "Af hverju að láta alla íþróttamenn gera sömu vitleysurnar (og sóa tíma), er það ekki hlutverk okkar sem eru hætt, sem höfum lært margar lexíur af okkar ferli, og þau sem eru nú á toppnum að miðla til hinna sem eru að stíga sín fyrstu skref? "

Mér finnst gaman að kenna og mér finnst rosalega gaman að sjá íþróttamenn taka við sér og læra eitthvað nýtt

En ég ætla að gefa ykkur gott hint varðandi næsta verkefni sem ég er með puttana í ....
Haldið ykkur fast!


Fylgist með
kv. Silja Úlfars

No comments:

Post a Comment