23 May 2011

Settu þér markmið

Allir íþróttamenn eiga að vera með markmiðin á hreinu, ef ekki þá eru þeir og verða bara meðal-íþróttamenn sem "go with the flow". Íþróttamenn sem taka íþrótt sinni alvarlega eiga að hafa langtíma , og skammtíma-markmið. Einnig þarf íþróttamaðurinn að plana hvernig hann ætlar að ná þeim, frá hverjum hann þarft hjálp til að ná þeim og síðast en ekki síst þarf að hefjast handa.



If you don't know where you are going,
you'll end up someplace else.

Yogi Berra

Áður en þú setur þér þín íþróttamarkmið, þarftu að hafa nokkra á hluti á hreinu ... Hversu mikið ertu til að leggja á þig?, Hversu langt viltu ná?, hvaða hæfileika/eiginleika þarft þú að hafa til að ná þeim árangri? 

  • Markmiðin þurfa að vera jákvæð - íþróttamenn meiga yfir höfuð ekki hugsa á neikvæðu nótunum, en markmiðin þurfa að vera orðuð í jákvæðum tón t.d. "að ná tækninni fullkomlega" er miklu betra en "ekki klúðra tækninni aftur".
  • Vertu nákvæm/ur - settu þér markmið sem er mælanlegt, dagsetningar, tímar, vegalengdir, stoðsendingar, og þess háttar sem við á, þá veistu nákvæmlega hvenær þú hefur náð markmiðinu og getur notið þess að fagna þeim áfanga. 
  • Forgangsraðaðu markmiðunum - flestir hafa nokkur markmið - settu þau í forgangsröð svo þú fókusir athyglinni aðallega á þau mikilvægustu.
  • Skrifaðu markmiðin niður og segðu einhverjum frá þeim, það gerir þetta raunverulegra og setur á þig meiri pressu, mun sterkara en að hugsa þetta með sjálfum sér.
  • Settu þér skammtíma markmið - ef markmið er of langtíma og of erfitt þá er vont að sjá framfarirnar og að þú nálgist markmiðið eitthvað. Hafðu því skammtíma markmið sem eru smærri skrefí átt að stóra markmiðinu svo þú getir náð þeim reglulega og haldið þér við efnið.
  • Hafðu markmiðin raunhæf - það getur gert mann vonlausan að hafa of erfitt markmið sem þú trúðir aldrei alminnilega á að þú gætir náð. Þess vegna þarftu að hafa alla hluti á hreinu þegar þú setur þér markmið. 
  • Ekki setja þér of auðveld markmið - hafðu þau nokkuð krefjandi, hafðu þau fyrir utan "þægindaboxið". Ef íþróttamaður setur sér of auðveld markmið þá er hann hræddur um að mistakast, eða nennir ekki að leggja á sig auka vinnu. 
  • Frá hverjum þarftu hjálp til að ná markmiðinu? Ef þér er alvara með að ná lengra þá þurfa íþróttamenn yfirleitt aðstoð einhverra annarra, t.d. þjálfara, styrktarþjálfara, sjúkraþjálfara, sálfræðinga, foreldra, maka, vina sinna og þess háttar, og til að allir vinni með þér í áttina að þínu markmiði. Það skiptir máli að segja fólki frá markmiðunum og einnig að segja þeim frá því hlutverki sem það hefur. 
  • Gerðu plan hvernig þú ætlar að ná markmiðunum - Þegar markmiðin eru komin á hreint, hvaða skref þarf að taka til að markmiðin nást? Í hvaða veikleikum þarftu að vinna í? Hvað þarftu að bæta? Hvað þarftu að nærast á? Gerðu lista og farðu svo að vinna í honum.
Jæja nú er ekki eftir neinu að bíða, settu þér markmið og notastu við punktana hér að ofan, gott er að lagfæra þau reglulega og vinna í þeim eftir framför.
Þeir eru ekki margir íþróttamenn sem bara vöknuðu einn daginn og urðu bestir ... nei þeir höfðu markmið - þeir áttu sér draum sem þeir unnu í að ná. Gylfi Þór Sigurðsson knattspyrnumaður vaknaði ekki bara einn daginn og var snillingur í aukaspyrnum, neibbs hann æfði þær meira en allir aðrir og er því betri en allir aðrir, sama má segja um David Beckham. Afreksmennirnir sem þú lítur upp til þeir unnu að markmiðum/draumum sínum á hverjum degi - og enduðu þar sem þeir eru í dag!
Hvað ætlar þú að gera? Hver eru þín markmið?
I'm a firm believer in goal setting. Step by step. I can't see any other way of accomplishing anything.~ Michael Jordan

 
Talent is never enough. With few exceptions the best players are the hardest workers.
~ Magic Johnson

No comments:

Post a Comment