14 May 2011

Hvað þarf til að ná árangri?

Ég hef oft vel þessu fyrir mér, það væri auðvitað mjög þæginlegt ef það væri til leiðbeininga bæklingur með því hvernig á að ná árangri og hvað þarf til, hann er auðvitað ekki til, en djöfull væri gaman að vinna í því að setja einn slíkan saman. Hvað þurfa íþróttamenn að vita og kunna til að ná lengra? Ég væri til í að nota síðuna mína í þessar pælingar...
Mismunandi hlutir virka fyrir alla íþróttamenn, en gott væri að hafa smá svona „guidelines“. Af hverju að láta alla íþróttamenn gera sömu vitleysurnar (og sóa tíma), er það ekki hlutverk okkar sem eru hætt, sem höfum lært margar lexíur af okkar ferli, og þau sem eru nú á toppnum að miðla til hinna sem eru að stíga sín fyrstu skref? Það finnst mér sjálfsagt.
Ég man þegar ég hætti, var ekki búin að ná öllum mínum markmiðum, hafði lent í ofþjálfun (sem ég mun segja ykkur frá síðar), ég var svekkt en samt sátt að fá að hætta á mínum forsendum. En ég ákvað þá að ég myndi kenna öðrum íþróttamönnum það sem ég lærði, svo enginn þyrfti að lenda t.d. í þessari ömurlegu ofþjálfun sem kláraði minn feril.
Svo ef ég ætti að leggja línurnar og gefa ykkur ráð, eða setja niður boðorð íþróttamannsins þá myndu þau hljóma svona ... (ég mun svo blogga bara um hvert og eitt síðar – en þetta gefur ykkur eitthvað til að hugsa um).
MarkmiðHafðu markmiðin á hreinu, skammtíma og langtíma og planaðu hvernig þú ætlar að ná þeim.
TeymiBúðu þér til þitt teymi af fólki sem þú treystir og vilt hafa í kringum þig (þjálfarar, sjúkraþjálfarar, nuddarar, næringarráðgjafar, Silju og fleiri).
TraustTreystu þjálfaranum þínum – það er erfitt að æfa þegar maður efast um allt (eða margt) sem maður er að gera.
LíkaminnHugsaðu vel um líkamann – farðu reglulega í nudd og til sjúkraþjálfara, rúllaðu þig, teygðu vel, notastu við ísböðin og heitu pottana.
NæringHugsaðu miklu betur um næringuna en þú gerir – það eru til það eru til góðir næringar ráðgjafar sem geta hjálpað þér, en þú verður fyrst og fremst að skilja næringar hlutann.
FæðubótaefniEf þér finnst eitthvað vanta í næringarhlutann þinn skoðaðu þá fæðubóta efni, þau geta hjálpað þér.
SkipulagVertu skipulagður, hafðu næringuna á hreinu, mættu alltaf undirbúinn á æfingu – búinn að nærast rétt, fullur af orku, hugarfarslega tilbúinn að taka vel á því.
HugarþjálfunEkki gleyma hugarþjálfuninni, þú þarft að æfa hugann líka, hausinn spilar rosalega stórt hlutverk í ferli íþróttamannsins.
Veikleikar/StyrkleikarHverjir eru þínir veikleikar og styrkleikar, þú þarft að æfa bæði vel!
StyrkirEf þig vantar styrki eða eitthvað annað – náðu þá í það, ekki bíða eftir að svona hlutir detti upp í hendurnar á þér, talaðu við fólk – en mundu þú þarft að sýna árangur og character til að næla þér í eitthvað.
FjölmiðlarSkapaðu jákvæða umfjöllun í kringum þig, vertu hress og notaðu fjölmiðlana rétt.
Þín greinÆfðu alla þættina í þinni grein, hvaða aukaæfingar þarftu að gera sem geta hjálpað þér á þínum ferli.
TrúHafðu trú á sjáfum þér og því sem þú ert að gera.
Gleði og smá kæruleysiÞú gerir ekkert vel nema þú hafir gaman af, stundum er í lagi að leyfa smá kæruleysi til að halda manni á jörðinni. Það má ekki taka þessu öllu saman of alvarlega, þá er ervitt að njóta þessara stunda.
„Some people want it to happen, some wish it would happen, others make it happen.Michael Jordan
Þessi listi er auðvitað ekki tæmandi, en þetta er það sem mér dettur í hug í fljótu bragði ... Ef þú vilt bæta einhverju við, endilega sendu mér línu á silja@siljaulfars.is J
Gangi þér vel
Silja Úlfars

No comments:

Post a Comment