27 August 2012

Unglinganámskeið hefjast í næstu viku

Í næstu viku hefjast unglinganámskeiðin!!

Í fyrsta og síðasta tíma tökum við tímann á íþróttamönnunum til að sjá bætinguna (en ég á rafmagns tíma töku tæki). Farið verður ítarlega í hlaupastíl og þegar ég hef séð veikleikana þá kenni ég krökkunum æfingar sem hjálpa þeim að bæta sig enn frekar í sinni íþrótt. Rétt líkamsbeyting skiptir miklu máli í meiðslaforvörnum, svo við förum vel í það ásamt því að læra hreyfiteygjur, drillur og aðrar æfingar sem hjálpa íþróttamanninum að ná sem mestum árangri

Skráning er í fullu gangi núna, en 6 vikna námskeið kostar 19.900 krónur, og fara æfingarnar fram upp í Kaplakrika.

Æfingarnar eru 1x í viku í 6 vikur, en þá fá krakkarnir heimaprógram sem þau geta gert sjálf, ásamt því að ég mun ræða hugarfar, næringu og fleira sem við kemur íþróttunum.

Tímarnir sem hægt er að velja um:
Mánudagur kl. 15.00 - 16.00
Þriðjudagur kl. 15.00 - 16.00
Þriðjudagur kl. 16.00-17.00
Föstudagur kl. 14.30 - 15.30

Endilega hafðu samband : silja@siljaulfars.is

Hér er umsögn frá Magneu sem kom á námskeið til mín í sumar:

"Ég fór á námskeið hjá Silju nú í sumar til að bæta hraðann og hlaupatæknina og verð að segja að ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Ég bætti mig mikið á þessum fjórum vikum sem námskeiðið stóð yfir. Það mikilvægasta var þó að ég lærði hlaupatækni og fékk æfingar til að viðhalda tækninni og bæta hana. Silja er frábær þjálfari sem gefur mikið af sér. Allir íþróttamenn hefðu gott af því að fara til hennar. Þeir geta bara grætt á því. Takk fyrir mig Silja"
Magnea Óskarsdóttir 15 ára handboltastúlka úr Gróttu.

Eftir hverju ertu að bíða????

Sjáumst
Silja Úlfars


No comments:

Post a Comment