Ég ætla að byrja bloggið á því að óska mömmu til hamingju með fimmtugs afmælið í dag J til hamingju elsku mamma J
Yfir í annað – svo ég haldi áfram með listann úr fyrsta blogginu mínu, „Hvað þarf til að ná árangri?“
Traust – Treystu þjálfaranum þínum – það er erfitt að æfa þegar maður efast um allt (eða margt) sem maður er að gera á æfingum, en það skiptir miklu máli að þjálfarinn og íþróttamaðurinn séu á sömu blaðsíðu!
Smá dæmisaga J
Árið 2002 fór ég til Bandaríkjanna á skólastyrk til Clemson University, og leist voðalega vel á konuna sem var þjálfarinn minn. En svo byrjuðu æfingarnar og fljótlega leist mér ekki á blikuna, mér fannst skrítið hvernig hún raðaði saman æfingum, hvað við virtumst bara gera random hluti og tókum t.d. erfiðar æfingar nokkra daga í röð og fengum ekkert að jafna okkur á milli, og stundum sömu æfinguna 2x í viku því hún mundi ekki eftir að hafa látið okkur gera hana. Það var margt sem bara meikaði ekki sens, ég spurði margra spurninga um æfingarnar og af hverju við gerðum þetta og hitt og hvernig það gagnast mér, því ég var alin upp hjá henni Heiðu minni þar sem ég fékk að vita tilganginn með æfingunum. En þessi þjálfari gat ekki sannfært mig með svörum sínum svo ég fór að efast um allt sem við gerðum, og fór þá að spyrja ennþá meira, og mótmælti svoldið, á tímabili var ég sett úr liðinu vegna „slæmra hegðunar“ en það var bara vegna þess að ég vildi skilja og vita meira. Tímabilinu lauk og ég kom heim ekki í góðu formi eftir þetta allt saman, en eftir gott samtal við þjálfarann ákvað ég að gefa henni annan séns. Þá fóru hjólin að snúast, hún fór að hugsa um hvernig hún setti æfinga vikuna saman, sprettirnir, intensity, hvíldin, tímarnir á sprettunum, lyftingarnar, plyometrics og allt. Við komumst að þeirri niðurstöðu að á hverjum mánudegi myndum við setjast niður og fara yfir viku planið saman. Þetta var góður tími, við lærðum mikið af þessu og urðum góðar vinkonur. Eftir þetta ár gat ég treyst henni og þá fóru hlutirnir að gerast, ég bætti mig í öllu á brautinni, setti skólamet og komst á Nationals, ásamt því að allir í spretthlaups hópnum fóru að bæta sig og við unnum titla, þetta voru góðir tímar og mjög lærdóms ríkir.
Ég hugsa að maður finni strax hvort þjálfarinn viti hvað hann er að tala um, hvort maður geti treyst honum eða hvort efasemdirnar poppi reglulega upp. Mín skoðun er sú að þjálfarinn ætti að vita tilganginn með æfingunni, það er ekki nóg að segja „þegar ég var í þessu þá gerðum við þetta svona“ – það þýðir ekkert að það hafi verið rétt eða best, kannski voru aðstæðurnar þannig að þetta var það eina í boði...
Ég hef verið með marga góða þjálfara, reyndar bara góða þjálfara, Viðar Símonarsson úr handboltanum, Ragnheiður Ólafsdóttir úr frjálsunum, Jimmy Ekstedt (fimleikaþjálfari sem ég lyfti hjá, treysti honum það vel að ég leyfði honum að kenna mér Deadlift með 100kg – því hann sagði að ég gæti þetta), Audrey Dempsey Branch frá Clemson, og Paul Doyle sem er afreksmaður í að vera þjálfari og veit allt um þjálffræði – ég gæti verið föst á eyðieyju með honum svo lengi sem ég fengi að spyrja allt sem ég vildi og hann þyrfti að svara.
Bottomline – traust milli íþróttamanns og þjálfarans skiptir miklu máli, þá ganga æfingarnar miklu betur og þú þarft ekki að efast um allt sem þú gerir, þetta skapar hugarró íþróttamannsins og þannig nærðu bestum árangri.
Hafið það gott í dag og verið dugleg að spyrja spurninga!
Silja Úlfars
ReplyDeleteÞjást með
hjartalækninn