11 June 2011

Styrkir

Styrkir eru mjög mikilvægir fyrir íþróttafólk, sérstaklega þá sem eru í einstaklings íþrótt, þar sem það þarf oft sjálft að fjármagna búningana, skóbúnaðinn, mótin, ferðalögin, fæðubótaefnin og margt fleira. Kosturinn við að vera í liði er að flest af þessu fá íþróttamenn í gegnum félögin sín. En þó má alltaf gera auka einstaklings samninga.
Það sem mér finnst íþróttamenn þurfa að skilja betur er að þetta er ekki one-way-street, þú færð eitthvað, en styrktaraðilar þurfa að fá eitthvað í staðinn J Þú þarft að læra að meta styrkina, þetta er sko ekki sjálfsagður hlutur, og einnig að kunna að biðja um þá J
Allt of margir þora einfaldlega ekki að spyrja, og hvernig ætlar þú að næla þér í styrki ef þú eða enginn spyr fyrir þig. En það er ekki nóg bara að fara að spyrja, þú verður að sýna að þú getir eitthvað og sért sterkur character, þannig þarft þú að sannfæra fólk af hverju þú átt að fá styrkina, svo meta fyrirtækin hvort þú henti þeim eða ekki, og ef þú færð nei, ekki hætta og/eða móðgast, þá leytarðu bara á næstu mið!
Ég hef verið rosalega heppin með styrktaraðila í gegnum tíðina og ég held ég hafi náð mér í þá flest alla sjálf, ég hringdi, eða fór uppeftir og talaði við eigendurna eða þá sem eiga í hlut og bara spurði J Enda hef ég alltaf verið ófeimin við svona, fólk segir þá bara nei takk, en ég hef sem betur fer ekki lent oft í því.
Þegar þú ætlar þér að fara að sækja um styrki ... Þá skaltu fyrst gera lista af hlutum eða öðru sem myndu hjálpa þér að ná árangri, og myndi spara þér pening, eins og t.d. matur, fatnaður, áhöld, nudd, aðstöður og þess háttar. Svo skaltu finna út hvaða vörur henta þér og setja þær efst á listann. Best finnst mér að mæta á staðinn og tala við eigendur eða þá sem eiga í hlut, og vera með afrekaskrá með þér, með myndum í. En ef þér finnst það alveg agalegt að mæta einhvers staðar og biðja um eitthvað,  þá skaltu búa til flott skjal um þig og þinn árangur, og senda email á réttu aðilana (þess vegna hringja uppeftir og spyrja hvert þú eigir að senda skjalið). Ef þú færð neitun, þá er það bara þannig og þú heldur áfram. Þú færð auðvitað ekki allt sem þú vilt, en það sakar ekki að reyna.
Ég skal gefa ykkur dæmi um mig að leyta af styrkjum :)
Þegar ég var að æfa sem mest þá vildi ég fá heitan mat í hádeginu þar sem ég ég gat bara æft inni í frjálsíþróttahöll um kvöldmatarleytið, ég fann svona asískan stað í Hafnarfirði sem hentaði mér vel. Ég fékk að hitta eigandann (sem átti ekki von á mér og ég hafði aldrei hitt áður), og sagði bara „Hæ Silja Úlfarsdóttir heiti ég, ég er fljótasta kona Íslands, er að stefna á Ólympíuleikana og langar að borða hér frítt í hádeginu!“ Kallinn starði bara á mig eins og ég væri biluð, en ég rétti honum nafnspjaldið mitt og sagði honum að googla mig og hringja svo í mig, mig langaði að koma að borða á morgun J Hann hringdi svo klukkutíma síðar og bauð mig velkomna í frían hádegismat hvenær sem er, honum fannst taktíkin mín rosalega fyndin, en hann var einmitt búinn að vera að hugsa að honum vantaði einhvern íþróttamann til að auglýsa matinn sinn og svo labbaði ég inn af algjörri tilviljun. En ég auglýsti eins og ég gat fyritækið, talaði mikið um það og skrifaði um það, og át þar með bestu list!
Annað dæmi J
Ég hringdi í eiganda stórs fyrirtækis, en frændi minn hafði unnið aðeins hjá honum, og ég vissi að hann vissi hver ég væri. Ég hringdi í hann og var hress og kát, og hann var farinn að brosa (heyrði það í gegnum símann), og svo gerði ég honum rosalega gott tilboð og sagði „Mig langar að bjóða þér að styrkja verðugt málefni“ sagði ég, og hann spurði hvað það væri ... „Ég!“ Hann hló og hló og sagðist ekki geta sagt nei við þessu, og ég fór á launaskrá hjá fyrirtækinu í 2 ár! Ég fékk fatnað hjá þeim og allskonar dót sem ég gerði sýnilegt og þakkaði þeim alltaf fyrir stuðninginn í öllum viðtölum sem ég fór í (ekki alltaf birt en ég reyndi!).
Þetta þarf oft ekki að vera flókið, en þarna var ég á toppnum, svo það var kannski auðveldara að fá styrkina, maður þarf að meta hvar maður stendur auðvitað.
Í dag er ég hætt að keppa, þjálfa íþróttamenn daginn inn og daginn út, og ég kann þetta ennþá J Ég er komin með mörg góð sambönd sem ég nýti mér, og þannig get ég hjálpað mér og öðrum íþróttamönnum hjá mér.
Það er ótrúlegt hvað styrkir geta hjálpað manni að ná árangri (hvort sem það er fyrir sjálfan sig eða fyrir aðra!). En þið þurfið að kunna að meta þá hjálp sem þið fáið, og auglýsa það vel!!!
Gangi ykkur vel :)  

1 comment:


  1. Ég veit að tíminn er dýrmætur svo því meira sem ég hugsa um bestu hjarta mitt að ekki þarf
    hjartalækninn

    ReplyDelete