19 June 2011

Íþróttaskrokkurinn!

Allir íþróttamenn verða að passa vel upp á skrokkinn sinn  (skrokkur = flottur íþróttalíkami). Margir íþróttamenn hugsa vel um sig, en allt of margir klikka á einföldum hlutum. Margir íþróttamenn meiðast eitthvað smá, en ákveða að bíða aðeins þangað til meiðslin lagast – en gera ekkert í þeim. Auðvitað á að meta meiðslin og þú átt alltaf að hugsa hvað get ég gert til að flýta recovery og komast aftur af stað. Þú getur beðið og beðið en ekkert lagast, svo er ekkert allt of auðvelt að fá tíma hjá læknum, sjúkraþjálfurum, í myndatökur og þess háttar.
Það er ýmislegt sem íþróttamaðurinn getur gert til að hugsa vel um sig – mér finnst að allir ættu að vera búin að finna sér góðan sjúkraþjálfara, góðan nuddara og að eiga foam rúllu. J
Það gæti verið gott fyrir þig að ryfja upp pistilinn "Þitt teymi".
Nokkrar hugmyndir :
Nudd - fara reglulega - ætti að vera hluti af æfingaprógramminu að fara 1-2x í mánuði.
Sjúkraþjálfun - finndu þér góðan sjúkraþjálfara sem hefur áhuga á að vinna með íþróttamönnum.
Foam rúlla - mikilvæg viðbót - gott að rúlla sig fyrir upphitun, þetta er eins og ódýrt og gott nudd. Þú getur unnið á stífum vöðvum, og losað hnútana sem þvælast fyrir okkur.  (Einnig er til eitt sem heitir Tiger tail þar sem þú rúllar þig sjálfur - eins og kökukefli í laginu).
Sund - synda smá og losa um vöðvana
Ísböð - yndislegt að sjokkera vöðvana og flýta fyrir recovery.
Heitu pottarnir - hjálpa okkur að slaka á.
Teygja vel
Yoga - eða Hot yoga
Skokka vel niður (eða synda eða hvað sem hentar) það á að hjálpa líkamanum að jafna sig fyrr fyrir næstu æfingu.
Hreyfiteygjur
Það er margt sem þú sem íþróttamaður getur gert til að hjálpa þér að forðast meiðsli og ná betri árangri.
Nú er bara að hefjast handa :)
Ef þú hefur einhverjar ábendingar þá endilega sendu mér línu :)

kv. Silja Úlfars


No comments:

Post a Comment