10 June 2011

Armbeygjur


Ekki flókið!

Af hverju sé ég bara örfáa sem kunna að gera armbeygjur ... verð að játa að þetta fer óstjórnlega í taugarnar á mér ... Af hverju kennir enginn þjálfari íþróttamönnum sínum armbeygjur, það er ekki nóg að segja bara við krakka "gerðu 10 armbeygjur" en ekki kenna þær! Þar af leiðandi lærir fólk að gera þær vitlaust og gerir þær vitlaust í mörg ár þangað til þau kynnast einhverjum frábærum þjálfara sem nennir að leiðrétta og laga. Ég held líka að íþróttafólki finnist armbeygjur yfirleitt leiðinlegar þar sem þær eru notaðar sem "refsing", og þá vill fólk bara flýta sér að gera þær þar sem þetta er refsing, og engum finnst gaman að láta refsa sér.


Þú myndir halda að það væri auðvelt að staðsetja hendurnar á réttum stað, að vera með líkamann þráðbeinann og fara niður og aftur upp, en fólk gerir þessar klassísku vitleysur í armbeygju, rassinn of hátt uppi, hendurnar hliðina á eyrum en ekki brjóstkassanum, hausinn langt niður, rykkja niður (engin stjórn), bylgjast upp og niður í armbeygjunum.


Ég nota armbeygjur mikið á æfingum, og finnst þær snilldaræfingar til að þjálfa efri búk með eigin líkamsþunga, enda frábær æfing fyrir hendur, axlir, brjóstvöðvana og kviðinn. En það eru til ansi margar útgáfur af armbeygjum svo þú þarft ekki að verða þreytt/ur á þeim. Samt alveg magnað hvað armbeygjur virðast aldrei vera auðveldar.

Ég fann snilldar mynd á netinu sem sýnir hvernig þú getur breytt vöðva áherslum með því að breyta handarstöðunni.


Ég fékk félaga minn Fannar Karvel  einkaþjálfara upp í Sporthúsi til að sitja fyrir á nokkrum myndum fyrir mig, en við brainstormuðum aðeins um fleiri útgáfur af armbeygjum svo það sé hægt að gera endalaust af þeim :)  Hér er smá sýnishorn!
 
Með annan fótinn uppi

Þröngar armbeygjur
  
Mynda þríhyrning með höndunum
  
Spider push up
 
Hendur upphækkaðar
 
Á medizin bolta - rúllar boltanum á milli endurtekninga
  
Báðar hendur á medizin bolta
 
Fætur á feitum bolta

Gott að byrja svona í upphækkuðu, má vera með hendur á bekk einnig

TRX armbeygjur, erfiðara

Öfugar armbeygjur, tosar þig upp, góð tilbreyting

Á handlóðum
 
T-armbeygjur
  Já það er ýmislegt til, og það er svoldið sport að vera góður að gera armbeygjur og geta gert mikið af flottum armbeygjum. Ég skal alveg viðurkenna þegar ég sé fólk gera margar góðar armbeygjur þá fæ ég svona "hummm þessi nær að stjórna líkamanum vel" sem er brjálað hrós frá mér :)

En hafið það gott og góða skemmtun að prófa nýjar armbeygjur!

Vandaðu þig - þessar "litlu" æfingar skipta einnig miklu máli -
og ef þú ert þjálfari .... taktu þig á í armbeygju kennslu!

1 comment: