Vóóó hvað ég er næstum því að klúðra blogg challenginun mínu ... En ég vippa einu inn núna og þá erum við kvitt - er að skrifa einn góðan núna sem ég er að hugsa betur svo ég gleymi ekki neinu :)
Annars byrjaði Afreksskólinn okkar Margrétar í dag - skráningin var ekki eins og við höfðum vonast eftir, en við fengum engu að síður hóp af frábæru ungu íþróttafólki úr ýmsum félögum, meira að segja frá Selfossi!
Í dag kenndum við þeim upphitun sem ég vil að þau geri, en ég þoli ekki að sjá íþróttamenn skokka, lyfta fótunum eitthvað aðeins til að liðka nárann og svo setjast niður og teygja og kólna - svo á bara að byrja á fullu á æfingu... hvað er það? Ég vil skokk, hreyfiteygjur, styrktaræfingar, liðkunaræfingar, og hraðaraukningar í upphitun. Ég vil hafa mikið gagn í upphituninni - ekki bara þannig að þú svitnir smá, heldur að allir vöðvar líkamans séu tilbúnir í átök! Ég t.d. myndi aldrei láta neinn taka spretti án þess að taka hraðaraukningu annars ... = meiðsli!
Svo skiptum við krökkunum í tvo hópa, Margrét fékk 30 mínútur á stöð og ég 30 mínútur, en ég þarf að passa upp á Margréti, hún er tímavilt og gæti verið að í 2-3 tíma og haldið að það væru aðeins 30 mínútur liðnar. Þegar hún dettur í þjálfara gírinn þá er hún all in - ég er svo að fíla það! :) Svo gaman þegar þjálfarar gefa sig í vinnuna! En hún fór í sendingar og eitthvað álíka - en við höfðum sitt hvoran fótbolta völlinn þarna í sporthúsinu (tjald á milli), en ég hefði alveg viljað sitja, horfa og læra af Margréti :)
Ég kenndi krökkunum réttan hlaupastíl, kenndi þeim að gera stílæfingar rétt, háar hnélyftur, hæla í rass (magnað hvað ótrúlega fáir kunna að gera það), og litlar hnélyftur með "krafsi". Svo tókum við ýmsa spretti, og hentum smá medizin bolta - þetta var mjög gaman og ég hugsa að allir hafi nú lært eitthvað og fengu allir einhverja punkta sem ég vildi að íþróttamennirnir myndu læra og ættu að vinna í.
En það sem ég tek mikið eftir hjá krökkunum er mikill stífleiki hjá flestum, og þá aðallega aftan í lærunum og neðarlega í bakinu, og þegar svo er þá hlaupa allir svoldið sitjandi, og teygja sig þá í skrefunum og missa mjaðmirnar um leið, og þannig er bara hunderfitt að hlaupa. Sá á þeim að mörg þeirra eiga erfitt að teygja vel á sér, ná ekki í tærnar og finna til í teygjunum. Finnst að það ætti að vera góður frjálsíþróttaþjálfari í hverju félagi sem byrjar í barnaflokkunum og vinnur upp ... Væri gaman að gera tilraun með þetta :) :)
Jæja læt þetta duga, ætla að skella mér í rúmið - þjálfa badminton skvísu kl. 6 og svo fæ ég frábæran félagsskap kl. 7 frá eldhressum peyjum :)
Hafið það gott!
kv. Silja
No comments:
Post a Comment