Fyrir nokkrum árum hélt ég úti bloggi, og þá var ég ný búin að fá uppáhalds bókina mín í hendurnar - en hún heitir Mind Gym :) Ég bloggaði upp úr nokkrum köflum.... og var að rifja það upp - og held að þetta eigi bara vel við :)
The mind messes up more shots than the body
--Tommy Bolt
The mind is a powerful thing and most people don´t use it properly
-- Mark McGwire
Eitt af aðalatriðum til að ná árangri í íþróttum er að læra að fókusa á “the task” eða keppnina sjálfa og ekki leyfa neikvæðum hugsunum að trufla þig. Hugurinn getur aðeins einbeitt sér að einum hlut í einu. Svo í stað þess að reyna að þagga niður það sem þú vilt EKKI að gerist, þá verðurðu að fókusa á það sem þú VILT að gerist, eða þá einhverja hlutlausa hugsun. ** Vá hvað ég er sammála þessu – það má ekki fókusa á það slæma **
Sumir íþróttamenn finna sér orð sem hjálpar þeim að trufla slæmu hugsunina og ná fókus. Einn golfari notar “birdie”, það orð hjálpar honum að fá tilfininguna fyrir góðum árangri og minnur honum á hvað honum finnst gaman í golfi.
Heilinn er eins og súper tölva sem stjórnar líkamanum. Heilinn getur gert stórfenglega hluti, en ólíkt tölvunni þá kemur hann ekki með leiðbeiningum. Því miður, þá eigum við til að opna röngu “forritin” á röngum tímum.
Hér er dæmi með golfara og hvernig hugurinn eyðilagði golfið hans. Hann negldi boltanum ofan í vatn sem er á vellinum, og hvað er það fyrsta sem hann segir við sjálfan sig eftir að hann er búinn að ná í boltann úr vatninu? Hann segir sjálfum sér “ekki slá boltann út í vatnið” Það sem við lærum í sálfræði er að verknaður fylgir hugsunum og ýmindum. Ef þú segir “ekki slá boltann út í vatnið” og þú horfir á vatnið, þá hefur þú forritað hugann þinn til að senda boltann í vatnið. Hugsaðu vatn, mundu vatn, og þú munt mjög líklega fá vatn!
Í stað þess að segja “ekki slá boltann út í vatnið” prófaðu önnur fyrirmæli eins og “sláðu boltanum hægra megin við stöngina”. Þú færð það sem hugurinn segir. Hugurinn virkar betur þegar þú segir honum hvað hann á að gera í stað þess hvað hann á ekki að gera.
Þú velur hvernig þú hugsar – þú getur breytt frammistöðunni þinni. Eða á okkar máli, ef þér líkar ekki það sem þú ert að horfa á, skiptu þá um stöð!
Learn to use your mind or your mind will use you. Actions follow our thoughts and images. Don´t look wehre you don´t want to go.
In my experience the "mind over matter" can amount to as much as 30%.
ReplyDeleteI´ve lost out on winning, or getting to where I wanted to be on many times, because I simply didn´t focus my mind on the true task.
of mikið eins og list að vera
ReplyDeletehjartalækninn