23 June 2011

Þrítugur = Skítugur...

Ég á afmæli í dag... ég á STÓR afmæli í dag. .. ég er að skipta um tug... og er í SMÁ paniki yfir því! Finnst ég eiga að vera eitthvað fullorðnari en ég er ... Jú ég verð tveggja barna móðir á árinu, jú ég á 10 ára brúðkaupsafmæli, ég á 35 ára gamlann kall - sem á afmæli í dag líka... En samt líður mér bara eins og ég sé ennþá 23 ára! Held að allir eigi aldur sem þau eru "föst" í, og þar er ég 23 ára!

Nú þarf ég að setjast niður og lesa markmiðs pistlana mína, þar sem mér finnst ég þurfa að setja mér markmið, ég vil ekki breytast í einhverja kellingu núna, þótt ég "þurfi" að fullorðnast :)

Ég ætla að setja mér markmið fyrir næsta afmælisdag ... og gera plan hvernig ég ætla að ná þeim, annars gerist ekki neitt spennó.
Þessi markmið munu innihalda æfingar, hvernig ég ætla að æfa, hvaða árangri ég vil ná, hvernig get ég keppt við sjálfa mig, hvaða kílóa fjölda ég vil ná og fitu % (þótt við séum öll að tala um að fókusa ekki of mikið á vigtina þá hefur mig alltaf dreymt um ákveðna tölu á vigtinni - kannski er kominn síðasti séns að reyna að ná henni!!!)
Einnig munu markmiðin tengjast eldamennsku, en ég er afleit í eldhúsinu, hef alltaf verið að þjálfa um kvöldmatarleytið, en ætla að hætta því núna í sumar, það er þjálfa minna seinni partinn og meira fyrri partinn (er það ekki nauðsynlegt þegar maður er komin með 2 börn!)
Markmiðin munu tengjast fjölskyldunni og vinum mínum. Ég ætla að vera skipulagðari og agaðri ... vá þetta eru allt stórir bitar - en ég þarf að setjast niður og gera plan, ég virka betur þegar ég er með plan!!!

Þetta verður góður dagur, og þetta verður gott ár - enda margt skemmtilegt og spennandi að gerast!

Ég ætla að láta nokkrar myndir fylgja þessu bloggi sem fá mig til að brosa :) Ég hef gert svo margt skemmtilegt, og nú held ég áfram að bæta við skemmtilegum minningum!!!


2001 - Við Vignir giftum okkur þegar ég var aðeins 20 ára

2002 - fluttum til Bandaríkjanna og fórum í háskóla

Við í kveðjupartýinu okkar þar sem allir áttu að klæðast einhverjum frægum (p.s. Britney og 50 cent)

Fékk mér Tattoo í DK (held að ekki allir viti að ég sé með tattoo)

Við Vignir gátum alltaf skemmt okkur - hér erum við í vatnsslag ... og þarna fannst mér ég ekki vera nógu cuttuð...
já og hárgreiðslurnar...púff  Við á Smáþjóðaleikunum 2003

Vignir útskrifaðist 2004 :)

Og ég útskrifaðist 2005

Ahhh góður tími með mínum bestustu!

Handabrotnaði í æfingabúðum á Ítalíu

Fyrir 5 árum! :)

Ein af mínum uppáhalds af okkur frá Smáþjóðaleikunum

Draumur rættist og ég fór á Madonnu!
Fullkomlega eðlilegt komin 8.5 mánuði á leið!

Minn uppáhalds á minni uppáhalds mynd

Sindri á íþróttasíðum Moggans

Gullið er keppnismaður - hér öskraði hann "yess" þegar hann hitti oní :)

Já allt góðir tímar - hlakka til að búa til enn fleiri ævintýri með öllum í kringum mig :)

Veit að mér fannst pottþétt skemmtilegra að skoða myndirnar en ykkur :) en so be it!

og Vignir minn til hamingju með daginn þinn :) (ok okkar! )

Later gater!

22 June 2011

Mind Games

 Fyrir nokkrum árum hélt ég úti bloggi, og þá var ég ný búin að fá uppáhalds bókina mín í hendurnar - en hún heitir Mind Gym :) Ég bloggaði upp úr nokkrum köflum.... og var að rifja það upp - og held að þetta eigi bara vel við :)


The mind messes up more shots than the body
--Tommy Bolt

The mind is a powerful thing and most people don´t use it properly
-- Mark McGwire

Eitt af aðalatriðum til að ná árangri í íþróttum er að læra að fókusa á “the task” eða keppnina sjálfa og ekki leyfa neikvæðum hugsunum að trufla þig. Hugurinn getur aðeins einbeitt sér að einum hlut í einu. Svo í stað þess að reyna að þagga niður það sem þú vilt EKKI að gerist, þá verðurðu að fókusa á það sem þú VILT að gerist, eða þá einhverja hlutlausa hugsun.  ** Vá hvað ég er sammála þessu – það má ekki fókusa á það slæma **

Sumir íþróttamenn finna sér orð sem hjálpar þeim að trufla slæmu hugsunina og ná fókus. Einn golfari notar “birdie”, það orð hjálpar honum að fá tilfininguna fyrir góðum árangri og minnur honum á hvað honum finnst gaman í golfi.

Heilinn er eins og súper tölva sem stjórnar líkamanum. Heilinn getur gert stórfenglega hluti, en ólíkt tölvunni þá kemur hann ekki með leiðbeiningum. Því miður, þá eigum við til að opna röngu “forritin” á röngum tímum.

Hér er dæmi með golfara og hvernig hugurinn eyðilagði golfið hans. Hann negldi boltanum ofan í vatn sem er á vellinum, og hvað er það fyrsta sem hann segir við sjálfan sig eftir að hann er búinn að ná í boltann úr vatninu? Hann segir sjálfum sér “ekki slá boltann út í vatnið” Það sem við lærum í sálfræði er að verknaður fylgir hugsunum og ýmindum. Ef þú segir “ekki slá boltann út í vatnið” og þú horfir á vatnið, þá hefur þú forritað hugann þinn til að senda boltann í vatnið. Hugsaðu vatn, mundu vatn, og þú munt mjög líklega fá vatn!

Í stað þess að segja “ekki slá boltann út í vatnið” prófaðu önnur fyrirmæli eins og “sláðu boltanum hægra megin við stöngina”. Þú færð það sem hugurinn segir. Hugurinn virkar betur þegar þú segir honum hvað hann á að gera í stað þess hvað hann á ekki að gera.

Þú velur hvernig þú hugsar – þú getur breytt frammistöðunni þinni. Eða á okkar máli, ef þér líkar ekki það sem þú ert að horfa á, skiptu þá um stöð!

Learn to use your mind or your mind will use you. Actions follow our thoughts and images. Don´t look wehre you don´t want to go.

21 June 2011

smart goal setting

Ég bloggaði um markmiðssetningu í maí "Settu þér markmið" og vil endilega að allir lesi þetta blogg!

Markmið eru eins og bensín fyrir íþróttamenn, draumarnir sem okkur dreymir um er ekki hægt að ná nema við setjum okkur góð markmið, og þá er gott að notast við SMART aðferðina.
S = Skýr: mikilvæg, læsileg og skiljanleg. (Specific)
M = Mælanleg: þú verður að vita hvenær þú hefur náð þeim. (Measurable)
A = Alvöru: þú verður að geta náð þeim. (Attainable)
R = Raunhæf: það má ekki taka of langan tíma að ná þeim. (Realistic)
T = Tímasett: settu lokatíma á markmiðin. (Timely)

S - Skýr (specific)
Markmiðin eiga að vera skýr, og skiljanleg. Það er betra að vita nákvæmlega hvað maður er að stefna að.
Spurðu þig ...
Hvað - er markmiðið?
Af hverju - er mikilvægt að ég nái þessu markmiði núna? og hvað er það sem þú vilt virkilega afreka.
Hvernig - ætlarðu að ná markmiðinu? gerðu plan.
Ef þú ætlar þér t.d. að klára heilt maraþon, settu þér markmið að hlaupa það á ákveðnum tíma, eða t.d. undir 4 klukkustundum, þá vinnurðu taktfastara að markmiðinu.

M - Mælanleg (Measurable)
Það getur verið erfitt að fylgjast með árangrinum, eða vita hvort þú hafir náð markmiðinu ef þú getur ekki mælt það. Veldu þér markmið sem þú getur fylgst með framförinni. Þá er gott að notast við smærri markmið á leiðinni sem leiða þig að aðal markmiðinu.
Ef við höldum áfram með maraþons dæmið, þá gætirðu sett þér markmið að hlaupa hálf maraþon nokkrum mánuðum fyrr, á t.d. undir 2 klukkutímum. Þetta myndi hjálpa þér með Maraþons markmiðið, því þetta heldur þér á teppinu.

A - Alvöru (Attainable)
Þegar þú hefur fundið út hvert þitt markmið er, þá þarftu að finna út leið til að ná því. Þú þarft að einbeita þér að því sem þú vilt, hvað þarftu að gera, hvaða hæfileika þarftu, hvaða möguleika áttu til að ná þeim, og þess háttar.
Markmiðið þarf að vera smá challenge, má ekki vera of auðvelt, en það þarf samt að vera raunsætt og þú ættir að vilja leggja þig alla fram til að ná því, og þar af leiðandi að fórna einhverju til að ná markmiðinu. Það er miklu skemmtilegra að ná markmiðum sem maður þarf að hafa aðeins fyrir heldur en eitthvað sem er nokkurn vegin gefið ...

R = Raunhæf  (Realistic)
Settu þér markmið sem þú sérð fyrir þér að þú getir náð, þá er ég ekki að segja að þau eigi að vera auðveld, en passaðu þér að setja þér ekki markmið sem hvorki þú né aðrir trúa á. T.d. að vinna maraþon ef þú hefur aldrei hlaupið það. Hafðu markmiðið krefjandi, svo þú þurfir nú að leggja smá vinnu í það. Ef það er of erfitt þá ertu bara að grafa eigin gröf, en ef það er of auðvelt þá hefurðu ekki mikla trú á sjálfri þér. Settu markið það hátt að þú þurfir að hafa fyrir því, en það sé raunhæft að þú náír því.

T = Tímarammi (Timely)
Það er mikilvægt að gefa þér tímaramma til að ná markmiðinu þínu. Ef þú setur svona lokadag á markmiðð þitt, þá seturðu meiri pressu á þig til að vinna að markmiðinu. Ef þú hefur engan tímaramma, þá er engin pressa að ná markmiðinu og þá er varla hægt að segja að það sé markmið, kannski frekar draumur. Þá ferðu frekar að fresta hlutunum því þér finnst þú geta byrjað hvenær sem er, og þá er engin pressa að byrja núna í dag! Settu tímaramma á öll stuttu markmiðin á leiðinni einnig, það heldur þér við efnið.

Það er mikilvægt að allir setji sér markmið, hvort sem það er í íþróttum, fjármálum, fjölskyldulífinu eða öðru. Markmiðin gefa okkur eitthvað til að vinna að, svo við bara fljótum ekki í gegnum lífið og missum bara af því, og á endanum erum við ekki með neitt í höndunum og höfum ekkert afrekað.

Byrjaðu núna strax í dag að vinna að þínum markmiðinum. Gott er að byrja á smá brainstorm session ... Skrifaðu niður 10 langtímamarkmið og 10 skammtímamarkmið, og finndu svo út á hverju þú vilt byrja og hvað þú getur byrjað að gera strax í dag!
og þegar þú nærð þeim - settu þér þá önnur markmið !!!!

Gangi þér súper vel!

Every little step

Look around at all the great accomplishments in your world. Each one, from the most simple to the most complex, was completed one step at a time.

An ambitious goal is nothing more than the joining together of many smaller goals. The small results may not seem like much, yet they are absolutely essential.

For it is upon those small results that the big results are built. And in that fact is a wonderful world of outstanding possibilities.

Do not back away from ambitious goals. Instead, look within them and break them down into small, easily manageable components.

Complex, massive success is nothing more than small, simple success carried out again and again with commitment and focus. As such, no goal is out of reach when you are willing to invest patience and persistence.
Choose your goals based not on how difficult you perceive them to be, but on how much they truly mean to you. When you’re fully committed to every little step, anything can be yours.

— Ralph Marston

20 June 2011

úfff púff

Vóóó hvað ég er næstum því að klúðra blogg challenginun mínu ... En ég vippa einu inn núna og þá erum við kvitt - er að skrifa einn góðan núna sem ég er að hugsa betur svo ég gleymi ekki neinu :)

Annars byrjaði Afreksskólinn okkar Margrétar í dag - skráningin var ekki eins og við höfðum vonast eftir, en við fengum engu að síður hóp af frábæru ungu íþróttafólki úr ýmsum félögum, meira að segja frá Selfossi!

Í dag kenndum við þeim upphitun sem ég vil að þau geri, en ég þoli ekki að sjá íþróttamenn skokka, lyfta fótunum eitthvað aðeins til að liðka nárann og svo setjast niður og teygja og kólna - svo á bara að byrja á fullu á æfingu... hvað er það? Ég vil skokk, hreyfiteygjur, styrktaræfingar, liðkunaræfingar, og hraðaraukningar í upphitun. Ég vil hafa mikið gagn í upphituninni - ekki bara þannig að þú svitnir smá, heldur að allir vöðvar líkamans séu tilbúnir í átök! Ég t.d. myndi aldrei láta neinn taka spretti án þess að taka hraðaraukningu annars ... = meiðsli!

Svo skiptum við krökkunum í tvo hópa, Margrét fékk 30 mínútur á stöð og ég 30 mínútur, en ég þarf að passa upp á Margréti, hún er tímavilt og gæti verið að í 2-3 tíma og haldið að það væru aðeins 30 mínútur liðnar. Þegar hún dettur í þjálfara gírinn þá er hún all in - ég er svo að fíla það! :) Svo gaman þegar þjálfarar gefa sig í vinnuna! En hún fór í sendingar og eitthvað álíka - en við höfðum sitt hvoran fótbolta völlinn þarna í sporthúsinu (tjald á milli), en ég hefði alveg viljað sitja, horfa og læra af Margréti :)

Ég kenndi krökkunum réttan hlaupastíl, kenndi þeim að gera stílæfingar rétt, háar hnélyftur, hæla í rass (magnað hvað ótrúlega fáir kunna að gera það), og litlar hnélyftur með "krafsi". Svo tókum við ýmsa spretti, og hentum smá medizin bolta - þetta var mjög gaman og ég hugsa að allir hafi nú lært eitthvað og fengu allir einhverja punkta sem ég vildi að íþróttamennirnir myndu læra og ættu að vinna í.  

En það sem ég tek mikið eftir hjá krökkunum er mikill stífleiki hjá flestum, og þá aðallega aftan í lærunum og neðarlega í bakinu, og þegar svo er þá hlaupa allir svoldið sitjandi, og teygja sig þá í skrefunum og missa mjaðmirnar um leið, og þannig er bara hunderfitt að hlaupa. Sá á þeim að mörg þeirra eiga erfitt að teygja vel á sér, ná ekki í tærnar og finna til í teygjunum. Finnst að það ætti að vera góður frjálsíþróttaþjálfari í hverju félagi sem byrjar í barnaflokkunum og vinnur upp ... Væri gaman að gera tilraun með þetta :) :)

Jæja læt þetta duga, ætla að skella mér í rúmið - þjálfa badminton skvísu kl. 6 og svo fæ ég frábæran félagsskap kl. 7 frá eldhressum peyjum :)

Hafið það gott!
kv. Silja

19 June 2011

Íþróttaskrokkurinn!

Allir íþróttamenn verða að passa vel upp á skrokkinn sinn  (skrokkur = flottur íþróttalíkami). Margir íþróttamenn hugsa vel um sig, en allt of margir klikka á einföldum hlutum. Margir íþróttamenn meiðast eitthvað smá, en ákveða að bíða aðeins þangað til meiðslin lagast – en gera ekkert í þeim. Auðvitað á að meta meiðslin og þú átt alltaf að hugsa hvað get ég gert til að flýta recovery og komast aftur af stað. Þú getur beðið og beðið en ekkert lagast, svo er ekkert allt of auðvelt að fá tíma hjá læknum, sjúkraþjálfurum, í myndatökur og þess háttar.
Það er ýmislegt sem íþróttamaðurinn getur gert til að hugsa vel um sig – mér finnst að allir ættu að vera búin að finna sér góðan sjúkraþjálfara, góðan nuddara og að eiga foam rúllu. J
Það gæti verið gott fyrir þig að ryfja upp pistilinn "Þitt teymi".
Nokkrar hugmyndir :
Nudd - fara reglulega - ætti að vera hluti af æfingaprógramminu að fara 1-2x í mánuði.
Sjúkraþjálfun - finndu þér góðan sjúkraþjálfara sem hefur áhuga á að vinna með íþróttamönnum.
Foam rúlla - mikilvæg viðbót - gott að rúlla sig fyrir upphitun, þetta er eins og ódýrt og gott nudd. Þú getur unnið á stífum vöðvum, og losað hnútana sem þvælast fyrir okkur.  (Einnig er til eitt sem heitir Tiger tail þar sem þú rúllar þig sjálfur - eins og kökukefli í laginu).
Sund - synda smá og losa um vöðvana
Ísböð - yndislegt að sjokkera vöðvana og flýta fyrir recovery.
Heitu pottarnir - hjálpa okkur að slaka á.
Teygja vel
Yoga - eða Hot yoga
Skokka vel niður (eða synda eða hvað sem hentar) það á að hjálpa líkamanum að jafna sig fyrr fyrir næstu æfingu.
Hreyfiteygjur
Það er margt sem þú sem íþróttamaður getur gert til að hjálpa þér að forðast meiðsli og ná betri árangri.
Nú er bara að hefjast handa :)
Ef þú hefur einhverjar ábendingar þá endilega sendu mér línu :)

kv. Silja Úlfars


18 June 2011

Evrópubikar í frjálsum íþróttum :)

Fór á völlinn í dag að horfa á Evrópubikarinn í frjálsum íþróttum, en Íslenska landsliðið berst fyrir því að komast upp í 2.ra deild.

Ég bjóst við því að mér finndist skrítið að sitja á pöllunum og horfa á mótið, en núna eru 3 ár frá því að ég hætti (finnst það hafa gerst í gær), en það skrítna við þetta er að ég sakna þessa ekki neitt að keppa á þessum mótum.

Gaman var að sjá marga bæta sig, það er alltaf gaman að toppa á réttum tíma, en oft getur verið erfitt að ná að haga æfingunum þannig að þú toppir á réttum tíma. En ég sá t.d. Fjólu Signýju bæta sig um 3 sekundur í 400 metrum og var gaman að sjá gleðina og viðbrögðin hennar, Kristinn Torfason bætti sig í langstökkinu - alltaf jafn ógeðslega gaman að sjá hann keppa, því þvílíkur er stökkkrafturinn í drengnum. Trausti  Stefánsson var við sitt besta í 400 metrunum, en hann var svo óheppinn að lenda í lakari riðlinum, hugsa að ef hann hefði lent í hraðari riðlinum þá hefði hann bætt sig.

Ég á margar minningar frá Evrópubikarnum í gegnum tíðina, er ekki viss hvað ég var gömul þegar ég keppti á mínum fyrsta Evrópubikar, örugglega um 16 ára þar sem það var um það leyti sem ég byrjaði að æfa á fullu. 
Sama í hvaða íþrótt - það er alltaf jafn gaman að sjá íþróttamenn bæta sig, ná markmiðinu sínu, eða ná einhverju sæti - það er svo gaman að fylgjast með viðbrögðunum - þessa ofsagleði - ég sakna hennar samt!

Ég hef unnið mörg hlaup í Evrópubikarnum í gegnum tíðina, allt frá 200, 400, 400 grind, og keppti einnig í 100m, 100 grind, 4x100 metra boðhlaupi, og 4x400m boðhlaupi, man að einhvern tíman keppti ég í öllum þessum greinum á einu og sama mótinu ... (djöfulsins bilun er það). Oftast var ég með 400 grind, 200m, og bæði boðhlaupin.

Tímasetningin á þessu móti hentaði mér oft ekki, en í flestum ferðum átti ég afmæli þessa helgi, en ég á afmæli 23. júní, og það sem meira er að Vignir maðurinn minn á einnig sama afmælisdag... Þannig að fyrstu 10 árin í sambandinu okkar vorum við bara 2x saman á afmælisdaginn okkar út af Evrópubikar ...

Eitt eftirminnilegt atvik var þegar mótið var á Kýpur, og í upphituninni þá flýgur leðurblaka á mig, og krækir klónum í fléttuna í hárinu á mér... og ég man ég hélt áfram að hlaupa því ég vildi halda coolinu, þrátt fyrir leðurblöku vængirnir lömdu mig í andlitið :) haha fólk hló mikið þegar ég loksins stoppaði og hoppaði um :) Nokkrum mínútum síðar þá vann ég 400 metrana í fyrsta sinn með glæsilegri bætingu  (undir 54 sek) :)

Gaman að rifja þetta upp, fann nokkrar myndir sem minna mig á góða tíma :)  verð að láta þær fljóta með :)
 





Seinni dagurinn er á morgun - væri gaman að sjá sem flesta á vellinum :)

Ætla núna að kíkja á U21 árs landsliðið okkar - sjá þá vinna eins og einn erfiðan leik :)

Hafið það gott

Áfram Ísland

17 June 2011

17. júní

Hæ hó og jibbí jejjjj það er kominn 17. júní :)

Vona að þið eigið góðan dag