Sumaræfingar Silju Úlfars – fyrir unglinga
Hefurðu metnað og vilt bæta þig? Taktu þá réttu aukaæfinguna! Silja Úlfars verður með Námskeið fyrir unglinga í júní sem fókusar á að bæta hraðann, hlaupastílinn og styrkja sig.
Íþróttamenn í dag eru alltaf að skilja betur og betur að það þarf að gera meira en það sem gert er á íþróttaæfingunum, eins og að hlaupa hraðar í allar áttir (og betur), vera sneggri, geta hoppað hátt og lent rétt, forðast meiðsli, ásamt því að borða hollan mat og hvílast vel.
Undanfarin ár hef ég verið að þjálfa unglinga og fullorðna íþróttamenn með góðu gengi, en núna ætla ég í fyrsta sinn að bjóða upp á námskeið fyrir unglinga. Mér finnst vanta ýmislegt upp á líkamsþjálfun unglinga, ásamt því að kunna hlaupa og bera sig rétt. Ég er alltaf að fá til mín íþróttamenn sem segja að þeir hefðu viljað læra gera þessa hluti fyrr á ferlinum, svo hér gefst þér tækifæri til að taka stórt skref.
Æfingarnar verða mjög fjölbreyttar, góð upphitun þar sem fókusað er á meiðslaforvarnir, liðleikaþjálfun, tökum styrktaræfingar (allt gert úti), vinnum með hlaupastíl, hraða, snerpu og sprengikraft.
Námskeiðin hefjast vikuna 4. Júní og er fyrir metnaðarfulla krakka 12 ára og eldri, sem vilja bæta sig í sinni íþróttagrein! Þetta er í 4 vikur og endar því föstudaginn 29. júní.
2x í viku: krónur 14.900
Mánudag og Miðvikudag kl. 11.00-12.00 eða 12.00-13.00
Mánudag og Miðvikudag kl. 11.00-12.00 eða 12.00-13.00
1x í viku: krónur 9.900
Þriðjudag kl. 14.00-15.00, og föstudag kl. 11.00 – 12.00
Þriðjudag kl. 14.00-15.00, og föstudag kl. 11.00 – 12.00
Verið óhrædd að senda mér línu ef einhver annar tími hentar betur það má alltaf skoða það – sérstaklega ef hópar koma saman J Ég mun bara taka ákveðinn fjölda inn á hverja æfingu, svo gæðin fái að njóta sín –skráðu þig strax!
Æfingar verða upp á hlaupabrautinni á Kaplakrika (gæti haft einhverjar í Sporthúsinu – er að skoða það).
ÉG HEF FENGIÐ MIKIÐ AF FYRIRPURNUM VARÐANDI NÁMSKEIÐ SÍÐAR Í SUMAR - OG ER FARIN AÐ TAKA NIÐUR NÖFN SEM HAFA ÁHUGA, SVO EF ÞÚ HEFUR ÁHUGA Á NÁMSKEIÐI SÍÐAR Í SUMAR (ÁGÚST), SENDU MÉR ÞÁ LÍNU Á SILJA@SILJAULFARS.IS .
ÉG HEF FENGIÐ MIKIÐ AF FYRIRPURNUM VARÐANDI NÁMSKEIÐ SÍÐAR Í SUMAR - OG ER FARIN AÐ TAKA NIÐUR NÖFN SEM HAFA ÁHUGA, SVO EF ÞÚ HEFUR ÁHUGA Á NÁMSKEIÐI SÍÐAR Í SUMAR (ÁGÚST), SENDU MÉR ÞÁ LÍNU Á SILJA@SILJAULFARS.IS .
Það er til mikils að græða.
- Tímataka í fyrsta og síðasta tímanum svo þú getir séð muninn
- Styrktarprógram sem gera má heima hjá sér
- Bættur hlaupastíll og aukinn hraði. Enginn fæðist með góðan hlaupastíl, hann lærist og hann má alltaf bæta.
- Krakkarnir læra fjölbreyttar æfingar tengdar styrktarþjálfun, liðleikaþjálfun, hlaupastíl og hraða.
- Ráðleggingar varðandi næringu
Þetta er engin spurning - fjárfestu í íþróttamanninum þínum!
Skráning og frekari upplýsingar veitir Silja í silja@siljaulfars.is
No comments:
Post a Comment